Ómar segir sig úr Framsókn: "Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 17:45 Ómar Stefánsson hefur verið oddviti Framsóknar í Kópavogi en hefur nú sagt skilið við flokkinn. Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“ Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ómar Stefánsson, fyrrum oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, sagði sig úr flokknum á mánudag. Ástæðuna segir hann vera þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn tók í kosningabaráttunni í málefnum útlendinga. En eins og kunnugt er lét Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík, þau ummæli falla í kosningabaráttu að draga ætti lóðarúthlutun til múslima tilbaka og í kjölfarið þróaðist umræðan í átt að þjóðernispópúlisma að mati Ómars. „Það var tvennt sem skilaði þessum borgarfulltrúum í Reykjavík. Annars vegar ósmekkleg þjóðernisumræða og skírskotun til útlendingahaturs sem skein í gegn hjá oddvitanum og manneskjunni í öðru sæti. Hins vegar samúðaratkvæði fyrir það hversu heiftarleg viðbrögðin voru, þetta var heiftug umræða af hendi flokksins og svo var heiftug umræða á móti,“ útskýrir hann. „Umræðan í þjóðfélaginu náði aldrei neinum þroska.“ Ómar segist gefa lítið fyrir svokallaðar eftir á skýringar og vísar hann þar í ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir kosningarnar þegar hann sagðist ekkert hafa á móti því að múslimar byggi sér bænahús. „Mér finnst það algjörlega skína í gegn að hvorki formaður, varaformaður né ritari sáu ástæðu til að segja nokkuð í kosningabaráttunni. Vildu leyfa þessari umræðu að tryggja Framsóknarflokknum einhverja stöðu í baráttunni,“ segir hann. Honum finnst það ótækt að þessir þrír einstaklingar sem fara fyrir flokknum hafi neitað að tjá sig á meðan á baráttunni stóð eða láta ná ekki í sig og leyfa umræðunni þar með að þróast á þann hátt sem hún gerði.Af múslimskum ættum Blóðfaðir Ómars er múslimi og býr í Jemen. Þar búa einnig níu hálfsystkini hans sem hann heimsækir reglulega. Hann þekkir því hópinn sem varð fyrir mestu aðkasti í kosningabaráttunni persónulega. „Ég veit að það eru ekki þessar öfgar í trúnni sem flokkurinn var að boða. Það skiptir ekki máli í hvaða þjóðfélagi það er, það eru alltaf einhverjar öfgar en að dæma trúarhópa út frá öfgunum er ekki í lagi.“ Hann tók ummælin þó ekki persónulega. „Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að það er fullt af fólki í Framsókn sem eru ekki þessarar skoðunar en á meðan flokkurinn stendur eftir og getur talið hausana á tveimur fulltrúum í Reykjavík eftir kosningabaráttuna þá eru þeir að kynna þessa stefnu. Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum dyrum.“ Ómar hafði ákveðið að hætta í stjórnmálum áður en hann hafði hins vegar aldrei haft í hyggju að segja sig úr Framsóknarflokknum. „Ég hætti útaf þessu máli.“
Tengdar fréttir Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30 „Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39 Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stóru málin: Áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á Íslandi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar í Reykjavík segir að líta verði til reynslu Norðurlandanna í trúfrelsismálum. 30. maí 2014 18:30
„Harkalega ráðist á oddvita flokksins í borginni" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar í Reykjavík, hafi ekki verið meðvitað útspil til að vekja athygli á framboðinu. "Þetta var eitthvað sem hafði verið til umræðu en ekki upp á yfirborðinu.“ 1. júní 2014 01:39
Sakar Sjálfstæðisflokkinn um undirlægjuhátt Sveinbjörg Birna sendi Sjálfstæðisflokknum tóninn í morgun og segir hann þiggja bitlinga frá Degi B. Eggertssyni. 18. júní 2014 08:10
Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19