Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2014 17:19 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, telur að andstæðingar múslima á Íslandi hafi veðjað á rangan hest, ef þeir hafi kosið Framsókn í borgarstjórnarkosningunum í lok síðasta mánaðar. Þetta kom fram í Morgunþættinum á Rás 2 í morgun. Sveinbjörg sagði ennfremur að ummæli hennar þann 23. maí, þar sem hún lagði til að lóð sem var búið að úthluta Félagi múslima yrði dregin til baka, hafi verið sögð í hálfkæringi og samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins. „Þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins í Reykjavíkur, þetta var ekki kosningamál Framsóknarflokksins á landinu og þetta er ekki á stefnuskrá flokksins,“ sagði Sveinbjörg í morgun. Sveinbjörg sagði ummælin um afturköllun lóðar til Félags múslima ekki hafa verið sett fram á ábyrgan hátt. Hún var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“Annað en sagt var fyrir kosningar Þessi ummæli Sveinbjargar eru í nokkru ósamræmi við það sem hún sagði fyrir kosningar. Þann 27. maí, fjórum dögum eftir að Vísir greindi fyrst frá málinu var Sveinbjörg spurð um viðbrögð flokksforystunnar við ummælum hennar um afturköllun lóðarinnar. Hún sagðist ekki hafa heyrt í forystumönnum flokksins og sagði: „Ég túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn,“ segir hún í samtali við Vísi. Og heldur áfram: „Og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu.“„Ekki á móti múslimum og moskum per se“ Sveinbjörg, sem telur í dag að málið hafi ekki verið kosningamál, sendi til að mynda frá sér yfirlýsingu sama dag, þann 27. maí, þar sem hún vildi einnig afturkalla lóð til félags Ásatrúarmanna. Sveinbjörg Birna kom einnig fram á Útvarpi Sögu í löngu og ítarlegu viðtali þar sem hún sagði frá því að að stjúpmóðir barna hennar væri múslimi. „Ég er ekki á móti moskum og múslimum per se. Verðum við ekki að leyfa fólkinu í borginni að ráða. Það er alveg ljóst að ef að við náum ekki mönnum inn í borgarstjórn þá breytist ekki neitt,“ var meðal þess sem Sveinbjörg sagði á Útvarpi sögu, tveimur dögum eftir að ummælin féllu.Áhyggjur af nauðungahjónaböndum Í þættinum Stóru málin, daginn fyrir kosningar, vakti Sveinbjörg Birna athygli á nauðungahjónaböndum í Svíþjóð. Þegar Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunnar í Reykjavík, ræddi um trúfrelsi greip Sveinbjörg Birna fram í fyrir honum og sagði: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Þáttarstjórnendum var ekki fullljóst hvað Sveinbjörg átti við með þessu og spurði Heimir Már Pétursson fréttamaður hana hvort hún teldi að slíkt væri stundað meðal múslima hérlendis. Sveinbjörg sagði að horfa þyrfti til þess hvernig hlutirnir væru á Norðurlöndunum varðandi „trúfrelsisumræðu“. Hún var þá spurð hvort hún vissi dæmi þess að múslimar hefðu þvingað einstaklinga í hjónabönd á Íslandi og svaraði Sveinbjörg: „Nei. En fyrir 20 árum ef þú hefðir spurt sömu spurningar í Svíþjóð þá hefðir þú fengið nei.“ Sveinbjörg Birna var einnig spurð út í þessi ummæli sín í Morgunútvarpinu í morgun og þá svaraði hún: „Þessi maður þráspurði hvernig samfélagi við viljum búa til.“ Hún sagði að Íslendingar þyrftu að horfa til Norðurlandanna og reynslu þeirra, hvað hefði farið vel og hvað ekki í þeirra samfélagi.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira