Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 14:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent