Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 14:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“ Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira