Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 14:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira