Fótbolti

Dómarar sem gera mistök ættu að fá refsingu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Þrátt fyrir að hafa unnið alla þrjá leikina í riðlakeppninni er Louis van Gaal óánægður með dómgæsluna á mótinu hingað til.

Van Gaal var ósáttur með dómgæsluna í leik Hollands gegn Spánverjum og Áströlum í riðlakeppninni. Voru Hollendingar heppnir að sigra báða leiki eftir að hafa fengið stórar ákvarðanir gegn sér í báðum leikjum að mati Van Gaal.

„Við fengum á okkur tvær óréttlátar vítaspyrnur í fyrstu tveimur leikjunum. Það gat slegið okkur úr keppninni og það er staðreynd. Robin Van Persie var í banni í dag eftir að hafa fengið gult spjald gegn Ástralíu sem var fáránlegt spjald,“ sagði Van Gaal eftir leikinn sem vill sjá refsingu fyrir slaka frammistöðu dómara.

„Fjölmiðlar eru alltaf að velta sér upp úr frammistöðum leikmanna en dómararnir sleppa. Ef þeir gera mistök ætti þeim að vera refsað með að þurfa að dæma á lægri styrkleikagetu. Þannig refsa ég mínum leikmönnum, ef þeir standa sig ekki vel ég aðra leikmenn,“ sagði Van Gaal.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×