Fótbolti

Varamennirnir tryggðu Hollandi efsta sætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arjen Robben á hörkuspretti eins og svo oft áður.
Arjen Robben á hörkuspretti eins og svo oft áður. Vísir/Getty
Holland er sigurvegari B-riðils HM 2014 í fótbolta en liðið tryggði sér efsta sætið með sigri á Síle, 2-0, í lokaumferð riðilsins í dag.

Leroy Fer, leikmaður Norwich á Englandi, skoraði fyrra markið með skalla eftir sendingu Daryls Janmaats á 77. mínútu en sjálfur kom Fer inn á sem varamaður tveimur mínútum fyrr.

Annar varamaður, MemphisDepay, bætti við öðru marki í uppbótartíma eftir frábæran undirbúning Arjens Robbens sem heldur áfram að fara á kostum á markinu.

Holland hafði fengið nokkur góð tækifæri til að skora áður en Fer og Depay komu boltanum loksins yfir línuna. Hollenska liðið var í heildina sterkara.

Bæði lið voru komin áfram fyrir leikinn sem réði úrslitum um það hvort liðið myndi ná efsta sæti riðilsins og jafnframt líklega komast hjá því að mæta Brasilíu í 16 liða úrslitum.

Lokaleikir A-riðils fara fram klukkan 20.00, en leikur Kamerún og Brasilíu verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Vinni Brasilía þann leik mæta Brassar liði Síle í 16 liða úrslitum.

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×