Þegar tíu mínútur voru til leiksloka beit Suárez varnarmann Ítalíu, GiorgioChiellini, í öxlina en komst upp með það því enginn dómaranna sá atvikið.
Chiellini reyndi hvað hann gat að sýna dómurum leiksins bitfarið en það dugði ekki til. Suárez kláraði leikinn og er Úrúgvæ er á leiðinni í 16 liða úrslitin þökk sé marki DiegoGodin.
Suárez fékk tíu leikja bann vorið 2013 fyrir að bíta BranislavIvanovic, leikmann Chelsea, og þá fékk hann einnig langt bann fyrir að bíta andstæðing sinn í hollensku úrvalsdeildinni þegar hann lék með Ajax.
Atvikið verður væntanlega skoðað á upptökum og gæti verið að Luis Suárez hafi spilað sinn síðasta leik á HM 2014.