Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Jóhannes segir að neytendur verði að láta í sér heyra. Vísir/GVA/Anton „Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira