Okur á ferðamannastöðum: Segir hátt verð flæma Íslendinga frá Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Jóhannes segir að neytendur verði að láta í sér heyra. Vísir/GVA/Anton „Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Hátt verð á þessum stöðum flæmir Íslendinga að sjálfsögðu frá, því að launin hafa lítið hækkað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um fréttaflutning af okurverði á ferðamannastöðum. En í ljós hefur komið að ferðamenn virðast lítið kippa sér upp við verðlag hér á landi. „Við verðum að átta okkur á því að auðvitað kemur þetta skár út fyrir ferðmenn vegna gengis krónunnar,“ bendir hann á. Hann segir að verðlag virki frekar ódýrt þegar menn til dæmis koma með evrur til landsins. „Ef krónan væri jafnsterk og hún var 2007 og við værum með sama verðlag þá liggur það alveg fyrir að erlendir ferðamenn væru mjög óánægðir. Við flótum á genginu. En það gera Íslendingar ekki og þurfa þar af leiðandi að halda að sér höndum.“ Að hans mati borgar sig frekar að hafa hóflegt verðlag þegar til lengri tíma er litið heldur en að fara með það upp úr öllu valdi.Þessi kaka kostaði íslenskan ferðamann 1290 krónur.Mynd/Logi EinarssonÍslendingar fara að forðast okurbúllur Hann hefur ekki áhyggjur af tvöföldu verðlagi þannig lagað en bendir á að viðbrögð þjónustustúlku sem afgreiddi súkkulaðiköku í Vogafjósi á tæpar 1300 krónur segi okkur aðeins eitt: „Það segir okkur að Íslendingar eru farnir að forðast þessa staði af því að þeir vita hvernig verðlagið er.“ En téð þjónustustúlka svaraði því hvort verð á kökunni gæti staðið á þann veg að það kæmu aldrei Íslendingar á þennan stað. „Hvort Íslendingar geti grafið upp staði sem selja á skaplegra verði, það er annað mál, það munu þeir eflaust gera. Eða þá bara sleppa því,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrulega bara til að flæma Íslendinga frá því að fara inn á svona staði.“ Hann hvetur neytendur til að láta í sér heyra þegar svona mál koma upp. „Auðvitað verðum við alltaf öðru hvoru vör við að það sé verið að kvarta yfir verðlagi í þessum sjoppum og veitingastöðum meðfram þjóðvegunum,“ tekur Jóhannes sem dæmi. Hann segir að neytendur eigi að lýsa yfir óánægju sinni og ganga út þar sem verðlag er ósanngjarnt. „Maður á ekki að tuldra í barm sér, maður á að láta vita og óska eftir því að þeirri óánægju verði komið til skila til þeirra sem stjórna í viðkomandi verslun.“ Hann segir það vera það eina sem hefur áhrif á þá sem stjórna. „Það á að veita þessum aðilum aðhald.“ Jóhannes hefur ýmsar hugmyndir um hvernig Íslendingar geti haldið áfram að ferðast um landið, ekki sé þörf á að fara erlendis í frí. „Hætta að stoppa á þessum stöðum. Gera aðrar ráðstafanir, vera með nesti með sér og birgja sig frekar upp í matvöruverslunum,“ segir hann og bætir við: „Það er hægt að ferðast um landið án þess að vera með pítsu og kók. Fólk þarf að leita fyrir sér, finna hóflega bændagistingu, það eru ýmsir valkostir í boði.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira