Innlent

Yfirlýsing sjávarútvegsráðherra Íslands og Noregs um síldveiðar

Randver Kári Randversson skrifar
Síld úr norsk-íslenska síldarstofninum.
Síld úr norsk-íslenska síldarstofninum. Vísir/Hermann
Sigurður Ingi Jóhannsson og Elisabeth Aspaker sjávarútvegsráðherrar Íslands og Noregs hafa gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir undrun sinni á því að Evrópusambandið og Færeyingar hafi átt í tvíhliða samningaviðræðum um veiði Færeyinga á síld umfram ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknaráðsins.

Í mars á þessu ári náðu Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland samkomulagi um síldveiðarnar þar sem gert er ráð fyrir sama hlut til Færeyinga eins og þeir höfðu samkvæmt fyrri samningi.

Engu að síður fagna þau því að Evrópusambandið hafi ákveðið að aflétta viðskiptaþvingunum af Færeyingum.

Yfirlýsinguna má lesa á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×