Samstarfsráðherrar Norðurlandanna funda um eflingu norræns samstarfs Randver Kári Randversson skrifar 26. júní 2014 15:15 Eygló Harðardóttir er samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Fundur samstarfsráðherra Norðurlandanna fór fram á Hótel Rangá í dag og var aðalumræðuefni fundarins hvernig mætti endurnýja og efla norrænt samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Til hliðsjónar í því ferli hafa verið þær 39 tillögur um endurnýjun og eflingu norræns samstarfs sem lagðar voru fram í nýútkominni skýrslu Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Ný Norðurlönd. Markmiðið með skýrslunni er að tryggja framtíð norræns samstarfs og auka pólitíska umræðu og ákvarðanatöku. Norrænt samstarf þarf að vera í stöðugri endurnýjun til þess að það geti áfram verið öflugur vettvangur til að takast á við ný pólitísk úrlausnarefni. „Samstarf Norðurlanda á að vera gagnlegt fyrir almenning á Norðurlöndum. Við þurfum á virku samstarfi að halda sem stýrt er með pólitískum ákvörðunum og sem grundvallast á skilvirku ákvörðunarferli og góðum stjórnsýsluháttum. Við þurfum meiri pólitík á norrænum vettvangi á komandi árum. Norræna ráðherranefndin og samstarfið verða að skila góðum árangri sem varðar þau úrlausnarefni sem ríkisstjórnir Norðurlanda eru að fást við hverju sinni“, segir Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Íslands, sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Á grundvelli þeirra tillagna sem lagðar eru fram í skýrslunni samþykktu ráðherrarnir ákveðnar endurbætur sem stuðla eiga að framþróun í norrænu samstarfi. Endurbæturnar snúast í meginatriðum um að bæta ákvörðunarferla, auka samstarf í alþjóðamálum og að efla gagnsemi samstarfsins. Markmiðið er að skapa sameiginlegan norrænan ávinning og áþreifanlegan árangur. Í norrænu samstarfi á að leggja áherslu á þau úrlausnarefni sem hafa beina þýðingu fyrir almenning á Norðurlöndum. „Vegabréfasambandið, sameiginlegur vinnumarkaður og félagsmálasáttmálinn eru dæmi um árangur af norrænu samstarfi. Á þessu ári lýkur verkefninu um skipti á upplýsingum um skattamál. Það samstarf hefur skilað skattgreiðslum upp á marga milljarða króna í ríkissjóði Norðurlanda, sem annars hefðu horfið í skattaskjól. Endurbæturnar á samstarfi Norðurlanda eru einn liður í því að gera metnaðarfulla framtíðarsýn okkar um landamæralaus, nýskapandi, opin og sýnileg Norðurlönd að veruleika,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fundur samstarfsráðherra Norðurlandanna fór fram á Hótel Rangá í dag og var aðalumræðuefni fundarins hvernig mætti endurnýja og efla norrænt samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Til hliðsjónar í því ferli hafa verið þær 39 tillögur um endurnýjun og eflingu norræns samstarfs sem lagðar voru fram í nýútkominni skýrslu Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Ný Norðurlönd. Markmiðið með skýrslunni er að tryggja framtíð norræns samstarfs og auka pólitíska umræðu og ákvarðanatöku. Norrænt samstarf þarf að vera í stöðugri endurnýjun til þess að það geti áfram verið öflugur vettvangur til að takast á við ný pólitísk úrlausnarefni. „Samstarf Norðurlanda á að vera gagnlegt fyrir almenning á Norðurlöndum. Við þurfum á virku samstarfi að halda sem stýrt er með pólitískum ákvörðunum og sem grundvallast á skilvirku ákvörðunarferli og góðum stjórnsýsluháttum. Við þurfum meiri pólitík á norrænum vettvangi á komandi árum. Norræna ráðherranefndin og samstarfið verða að skila góðum árangri sem varðar þau úrlausnarefni sem ríkisstjórnir Norðurlanda eru að fást við hverju sinni“, segir Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Íslands, sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Á grundvelli þeirra tillagna sem lagðar eru fram í skýrslunni samþykktu ráðherrarnir ákveðnar endurbætur sem stuðla eiga að framþróun í norrænu samstarfi. Endurbæturnar snúast í meginatriðum um að bæta ákvörðunarferla, auka samstarf í alþjóðamálum og að efla gagnsemi samstarfsins. Markmiðið er að skapa sameiginlegan norrænan ávinning og áþreifanlegan árangur. Í norrænu samstarfi á að leggja áherslu á þau úrlausnarefni sem hafa beina þýðingu fyrir almenning á Norðurlöndum. „Vegabréfasambandið, sameiginlegur vinnumarkaður og félagsmálasáttmálinn eru dæmi um árangur af norrænu samstarfi. Á þessu ári lýkur verkefninu um skipti á upplýsingum um skattamál. Það samstarf hefur skilað skattgreiðslum upp á marga milljarða króna í ríkissjóði Norðurlanda, sem annars hefðu horfið í skattaskjól. Endurbæturnar á samstarfi Norðurlanda eru einn liður í því að gera metnaðarfulla framtíðarsýn okkar um landamæralaus, nýskapandi, opin og sýnileg Norðurlönd að veruleika,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira