Erlent

Át hjarta elskhuga fyrrum eiginkonu sinnar

Randver Kári Randversson skrifar
Frá Höfðaborg.
Frá Höfðaborg. Vísir/AFP
Lögregla í Suður-Afríku handtók mann sem lagði sér til munns hjartað úr elskhuga fyrrum eiginkonu sinnar. BBC greinir frá þessu.

Fórnarlambið var 62 ára gamall karlmaður og hafði verið stunginn í brjóstkassann og hálsinn, auk þess sem bitför voru í andliti hans. Atvikið átti sér stað í þorpi skammt frá Höfðaborg.

Maðurinn, sem er frá Zimbabwe, verður færður fyrir rétt í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×