Erlent

Mótmæli í Sao Paulo á opnunardegi HM

Randver Kári Randversson skrifar
Lögregla í Sao Paulo beitti meðal annars táragasi til að stöðva mótmæli í borginni í dag.
Lögregla í Sao Paulo beitti meðal annars táragasi til að stöðva mótmæli í borginni í dag. Vísir/AFP
Lögregla í Sao Paulo notaði meðal annars táragas og gúmmíkúlur til að stöðva mótmæli skammt frá leikvanginum þar sem opnunarleikur HM fer fram í kvöld. Þetta kemur fram á vef Skynews.

Um 200 mótmælendur komu saman við neðanjarðarlestarstöð nálægt Corinthians Arena-leikvanginum og mótmæltu kostnaði brasilískra yfirvalda við að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu. Fólkið reyndi að loka hraðbrautinni að leikvanginum. 

Boðað hefur til mótmæla á fjórum stöðum í Sao Paulo í dag, auk mótmæla í Rio og fimm öðrum borgum í Brasilíu.

Þá hafa flugvallarstarfsmenn á tveimur flugvöllum í Sao Paulo hafið verkfallsaðgerðir og gera má ráð fyrir að það valdi þeim mikla fjölda knattspyrnuáhugamanna sem væntanlegur er til borgarinnar óþægindum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×