Fótbolti

Vitum hvernig Fellaini er best nýttur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marouane Fellaini í leik Belgíu og Alsír á dögunum.
Marouane Fellaini í leik Belgíu og Alsír á dögunum. Vísir/Getty
Jan Vertonghen, varnarmaður belgíska landsliðsins og Tottenham, telur að ástæðan á bak við slakt gengi Marouane Fellaini í treyju Manchester United sé klúbbnum að kenna.

„Hann er góður strákur sem lætur fjölmiðlana ekki ná til sín. Hann hefur spilað betur með belgíska liðinu enda vitum við hvernig hann er best nýttur. Ég efast um að félagslið hans viti það,“

Fellaini voru einu kaup Manchester United síðasta sumar og var honum ætlað að leysa vandræði á miðju liðsins. Óhætt er að segja að honum hafi ekki tekist það og var hann oft á tíðum slakur í rauðu treyjunni.

„Hann hefur legið undir gagnrýni á Englandi en er mikilvægur leikmaður fyrir belgíska liðið. Hann spilar yfirleitt vel og skorar mörk í leikjum fyrir okkur. Ég var ánægður að hann náði að skora gegn Alsír því hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni,“ sagði Vertonghen.

Vicent Kompany, fyrirliði Belgíu og Manchester City, tók í sama streng og liðsfélagi sinn.

„Það er eðlilegt að eiga í erfiðleikum á sínu fyrsta tímabili hjá nýju félagi. Hann mun sýna sitt rétta andlit á næsta tímabili. Hann hefur alltaf staðið sig vel í belgísku treyjunni,“ sagði Kompany.


Tengdar fréttir

Varamenn Belga kláruðu Alsír

Belgar rifu sig upp á afturendanum í síðari hálfleik gegn Alsír og varamenn liðsins sáu til þess að liðið fékk þrjú stig í leiknum. Lokatölur 2-1 fyrir Belga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×