Innlent

Fálkanum flaggað í hálfa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er fallinn.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er fallinn. mynd/víkurfréttir
Fánum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var flaggað í hálfa stöng í kvöld eftir að meirihluti flokksins féll. Flokkurinn missir þrjá menn og heldur fjórum. Tveir nýir flokkar koma inn, Frjálst afl og Bein leið og fá þeir tvo menn hvor.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Víkurfrétta á þriðja tímanum í nótt og sýnir hún hvernig var umhorfs framan við kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í kvöld.

Í Reykjanesbæ var 69 prósenta kjörsókn. Lokatölurnar eru eftirfarandi:

Á-Listi 14,9% - Tveir menn inni maður inni -

B-listi 7,8% - Einn maður inni

D-listi 35,5% - Fjórir menn inni

S-listi 20,2% - Tveir menn inni

Y-listi 16,4% - Tveir menn inni

Þ-listi 2,4%
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.