Innlent

Árni kennir klofningsframboði Frjáls afls um fylgistap

Ingvar Haraldsson skrifar
Árni Sigfússon segir Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn að vinna með öllum flokkum.
Árni Sigfússon segir Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn að vinna með öllum flokkum. vísir/gva
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að klofningsframboð Frjáls afls úr Sjálfstæðisflokknum sé ástæða þess að flokkurinn nái ekki hreinum meirihluta ef marka má fyrstu tölur úr Reykjanesbæ.

„Okkur vantar einn upp á hreinan meirihluta, staðan er því breytt. Fyrst og fremst er það vegna klofningsframboðs fólks sem við treystum fyrir því að vera kjörnir fulltrúar fyrir bæinn.“

Árni segir staðan þó hafa litið verr út í sumum könnunum. „Við fáum þó fimm bæjarfulltrúa og 40 prósenta fylgi. Það er betra en búið var að spá í Fréttablaðinu þar sem okkur var spáð 30 prósenta fylgi.“

Árni segir að fái Sjálfstæðisflokkurinn ekki hreinan meirihluta séu bæjarfulltrúar flokksins reiðubúnir að vinna með fulltrúum allra flokka. „Við erum tilbúin að vinna með hverjum sem er svo lengi sem heilindi eru að baki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×