Innlent

„Höfum alltaf verið opin fyrir flestum kostum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Auðar Svansson sést hér fyrir miðju.
Halldór Auðar Svansson sést hér fyrir miðju. visir/daníel

„Það sem stendur uppúr eftir þessa nótt er virkilega léleg kosningaþátttaka,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík en lengst af leit út fyrir að Píratar myndu ekki ná inn manni. Halldór komst að lokum inn þegar lokatölurnar voru birtar á áttunda tímanum í morgun.

„Kosningaþátttaka hefur farið lækkandi og þetta er bara áframhaldandi hrun í kosningaþátttöku. Þetta virðist vera þróunin víðast hvar erlendis líka. Það þarf að stokka upp í kerfinu öllu og almenningur verður að vera mun meira með í ráðum.“

Píratar náðu manni inn á lokasprettinum með 5,9 prósent atkvæða í Reykjavík. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, er fallinn eftir tölur næturinnar. Píratar gætu hugsanlega tekið þátt í meirihlutasamstarfi.

„Við höfum alltaf verið opin fyrir flestum kostum hvað varðar meirihlutasamstarf. Ég held að miðað við hvað þessi útkoma er mikið áfall og hversu margir kostir eru í boði þá held ég að allir munu gefa sér góðan tíma í ró og næði til að finna út úr þessu.“


Tengdar fréttir

Mögulegir meirihlutar í borginni

Nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í Reykjavík og ljóst er að meirihlutinn er fallinn er hægt að velta fyrir sér mögulegum meirihlutum í borginni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.