Innlent

Mögulegir meirihlutar í borginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagur B. er í lykilstöðu í borginni. Allt stefnir í að hann verði næsti borgarstjóri.
Dagur B. er í lykilstöðu í borginni. Allt stefnir í að hann verði næsti borgarstjóri. Visir/daníel
Nú þegar öll atkvæði hafa verið talin í Reykjavík og ljóst er að meirihlutinn er fallinn er hægt að velta fyrir sér mögulegum meirihlutum í borginni.

Nokkuð ljóst þykir að fyrsti valmöguleiki á meirihlutasamstarfi mun vera á milli Samfylkingar, Bjartri framtíð og VG en þeir flokkar gætu myndað átta manna meirihluta.

Framsóknarmenn náðu að lokum inn tveimur mönnum og verða teljast sigurvegarar kosningarinnar ásamt Samfylkingunni. Framsókn og flugvallarvinir, Sjálfstæðisflokkur, Píratar og VG gætu myndað meirihluta í borgarstjórn.

Síðan væri einnig möguleiki að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur myndi saman níu manna sterkan meirihluta.

Samfylkingin gæti einnig myndað meirihluta með Framsókn og annað hvort Pírötum eða VG.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn eftir að lokatölur voru tilkynntar um klukkan sjö í morgun. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, er fallinn.

Samfylkingin fékk 31,9 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkur sem fékk 25,7 prósent og fjóra borgarfulltrúa.

Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa. Framsókn og flugvallarvinir fengu 10,7 prósent og tvo borgarfulltrúa.

Vinstri grænir fengu 8,3 prósent og einn borgarfulltrúa og Píratar náðu manni inn á lokasprettinum með 5,9 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×