Innlent

21 stigs hiti í Árnessýslu og Borgarfirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Úr Húsafelli. Þar var hlýjast á landinu klukkan 14 og einnig kl. 15.
Úr Húsafelli. Þar var hlýjast á landinu klukkan 14 og einnig kl. 15. Vísir/Arnþór
Spá Veðurstofunnar um að hitinn í dag færi í 20 stigin í innsveitum Suður- og Vesturlands hefur gengið eftir. Klukkan 14 í dag mældust 20,4 gráður í Húsafelli í Borgarfirði, 20,3 gráður í Skálholti í Biskupstungum og 20,2 gráður á Hjarðarlandi í sömu sveit í Árnessýslu.

Heldur svalara er úti við ströndina. Þannig mælist 14 stiga hiti í Reykjavík en ekki þarf að fara lengra en upp á Sandskeið til að komast í 16 stiga hita. Á Akureyri var 11 stiga hiti klukkan 14 en á sama tíma var 17 stiga hiti á Torfum í Eyjafirði og 16 stiga hiti í Fnjóskadal, hinumegin Vaðlaheiðar.

Af öðrum stöðum á landinu í dag má nefna Hvanneyri í Borgarfirði með 19 stig, Hellu á Rangárvöllum með 18 stig, Ásgarð í Dalasýslu með 17 stig, Skaftafell með 17 stig, Þórsmörk með 16 stig og Hallormsstað með 16 stig. Þá var 16 stiga hiti á Haugi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Hlýjustu hálendisstöðvar voru Svartárkot ofan Bárðardals með 17,6 stig og Veiðivötn með 16,4 stig.

Viðbót klukkan 15:20. Klukkan 15 mældist í Húsafelli 21,1 stigs hiti, á Bræðratunguvegi í Biskupstungum 21,0 stigs hiti, á Hjarðarlandi 20,9 stiga hiti, Árnes var 20,9 stig og Þingvellir með 20,5 stig.


Tengdar fréttir

Sterk sól og brunahætta

Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×