Fótbolti

Reus missir af HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Reus fór grátandi af velli í gær.
Marco Reus fór grátandi af velli í gær. Vísir/Getty
Marco Reus verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Brasilíu vegna tognunar á liðbandi í vinstri ökkla. Frá þessu var greint á heimasíðu þýska knattspyrnusambandsins.

Reus sneri sig á ökkla í 6-1 sigri Þýskalands á Armeníu í vináttulandsleik sem fór fram í Mainz í gær. Menn óttuðust strax að meiðslin væru alvarleg og nú hefur sá ótti verið staðfestur.

Þetta er mikið áfall fyrir Þjóðverja, en Reus var á dögunum valinn leikmaður ársins af leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði 23 mörk og átti 18 stoðsendingar fyrir Borussia Dortmund á nýafstöðnu tímabili.

Shkodran Mustafi, samherji Birkis Bjarnasonar hjá Sampdoria, hefur verið kallaður inn í þýska landsliðshópinn í stað Reus.

Þýskaland leikur sinn fyrsta leik á HM gegn Portúgal þann 16. júní.


Tengdar fréttir

Þýskaland vann öruggan sigur | Reus fór meiddur af velli

Þýskaland vann stórsigur á Armenum í seinasta vináttuleik liðsins fyrir Heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku. Þjóðverjar urðu hinsvegar fyrir áfalli þegar Marco Reus, leikmaður Dortmund og þýska landsliðsins, fór meiddur af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×