Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 20:01 Sveinbjörg segir það kröfu Reykvíkinga að málefnaleg umræða skapist í tengslum við kosningarnar. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent