Sveinbjörg Birna: „Ég lít á mig sem Reykvíking“ Bjarki Ármannsson skrifar 30. maí 2014 20:01 Sveinbjörg segir það kröfu Reykvíkinga að málefnaleg umræða skapist í tengslum við kosningarnar. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, segist undanfarin misseri hafa búið til skiptis í íbúð unnusta síns í Fossvoginum og íbúð í Furugrund í Kópavogi. Hún segist líta sig sem Reykvíking þó hún hafi þegið afnot af íbúðinni í Kópavogi fram á sumar eftir að hún missti húsnæði sitt í Bólstaðarhlíð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld. Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til athugunar hjá Þjóðskrá hvort Sveinbjörg skyldi áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna umfjöllunar vefmiðla um lögheimilisskráningu mína vil ég taka eftirfarandi staðreyndir fram:1. Frá árinu 2011 hef ég búið ásamt börnum mínum í leiguíbúð í Bólstaðahlíð í Reykjavík og lögheimili okkar verið skráð þar. Í desember árið 2013 var eigandi þeirrar íbúðar úrskurðaður gjaldþrota og ljóst að við myndum missa húsnæðið.2. Í febrúar 2014 buðust mér afnot af íbúð í Furugrund í Kópavogi fram á sumar, sem ég þáði vegna yfirvofandi húsnæðiseklu. Ég hef þó jafnframt haldið heimili í Bólstaðahlíð allt til þessa dags, þar sem ég hef enn afnot af þeirri íbúð og ólögráða dóttir mín býr þar meira og minna. Þá hef ég undanfarin misseri búið næstum aðra hverja viku í íbúð unnusta míns í Fossvoginum í Reykjavík, en frá 26. apríl hef ég alfarið búið í Fossvoginum.Vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á heimilishögum mínum undanfarnar vikur og heimilishaldi í Fossvogi óskaði ég nýverið eftir því við Þjóðskrá að lögheimili mitt yrði skráð á viðkomandi heimilisfang í Fossvogi í stað Bólstaðahlíðar.Í viðtölum sem birtust á vefmiðlum 30. apríl sl. kom fram að ég byggi í Kópavogi. Þau viðtöl voru tekin örfáum dögum eftir heimkomu úr fjögurra vikna ferðalagi og endurspegluðu hvernig búsetu minni var háttað síðustu vikurnar fyrir brottför, enda um viðkvæmt mál að ræða hjá allri fjölskyldunni, börnum og stjúpbörnum og því fólki sem mér tengist. Í greinargerð til yfirkjörstjórnar fór ég ítarlega yfir öll þessi atriði og lagði fram ýmis gögn til staðfestingar, m.a. vottorð nágranna um búsetu mína í Reykjavík. Ég hef nú einnig látið Þjóðskrá þessi gögn í té.Framboð mitt til borgarstjórnar Reykjavíkur endurspeglar áform mín um að búa áfram í Reykjavík, enda lít ég á mig sem Reykvíking og rætur mínar liggja þar.Það hlýtur að vera krafa Reykvíkinga að málefnaleg og heiðarleg umræða um verkefni borgarinnar skapist í tengslum við þessar kosningar. Umræða um íbúðaskort og húsnæðiseklu, umræða um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, stöðu leik- og grunnskóla , nemenda og kennara, án þess að persónuleg og erfið staða mín í húsnæðismálum verði gerð að skotspóni. Virðingarfyllst,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira