Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 21:27 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar. Vísir/pjetur „Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09