Erlent

Tvíburasystur leiddust út úr móðurkviði

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Systurnar leiddust úr móðurkviði
Systurnar leiddust úr móðurkviði
Tvíburasystur sem fæddust í Ohio í síðustu viku leiddust út úr móðurkviði. „Mér fannst stórkostlegt að þær héldust í hendur, alveg ótrúlega fallegt,“ sagði móðir þeirra, Sarah Thislethwaite og bætti við:

„Þær eru strax orðnar bestu vinkonur.“

Meðgangan reyndist henni erfið, en sjaldgæfur kvilli hafði áhrif á hana. Kvillinn er þannig að tvíburar deila sama líknarbelg og sömu fylgju. Kvillinn eykur líkurnar á að naflastrengurinn flækist utan um annað barnið.

Hér er Sarah stolt með stelpurnar.
En allt er gott sem endar vel, stúlkurnar komu algjörlega heilbrigðar úr móðurkviði.

„Ég er svo ánægð að þær eru heilbrigðar,“ sagði Sarah glöð í bragði við fréttamenn í Bandaríkjunum. 

Fæðingakvillinn sem hrjáði móðurina á meðgöngunni er kallaður „Mono Mono“ og hefur áhrif eina meðgöngu af hverjum tíu þúsund. Dr. Melissa Mancuso, sem tók á móti stúlkunum, segist aðeins hafa séð örfá tilfelli þar sem tvíburar lifi af slíka meðgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×