Innlent

Hjóla til Vestmannaeyja til að styrkja langveik börn - "Þeim finnst þetta mjög flott hjá okkur“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Birna segir þau vera dugleg að hjóla. "Við förum allar okkar leiðir hjólandi,“ segir hún. Þau séu því góðri þjálfun.
Birna segir þau vera dugleg að hjóla. "Við förum allar okkar leiðir hjólandi,“ segir hún. Þau séu því góðri þjálfun.
„Við ætlum að hjóla til Vestmannaeyja til að styrkja langveik börn því tvær vinkonur okkar eru þannig veikar,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir, 15 ára nemandi í 10. bekk í Langholtsskóla. Birna ætlar að hjóla ásamt þeim Gabrielu Machlowiec og Birni Ásgeiri Guðmundssyni.

Krakkarnir ætla að leggja af stað í ferðina í næstu viku. Þau ætla að hjóla að Landeyjahöfn en þangað eru um  125 kílómetrar. Þaðan ætla þau að taka Herjólf yfir til Eyja og gista þar eina nótt. Daginn eftir ætla þau svo að fara á hjólum sömu leið til baka.

Hjólaferðin er hluti af vorverkefnum sem tíundu bekkingar í Langholtsskóla vinna að. Birna og félagar ætlar að styrkja Barnaspítala Hringsins og hafa þegar haft samband við nokkur fyrirtæki og einstaklinga til þess að styrkja ferðina. Þau eru komin með um 70 þúsund krónur nú þegar.

Birna segir þau vera dugleg að hjóla. „Við förum allra okkar leiða hjólandi,“ segir hún. Þau séu því góðri þjálfun.

Vinkonur þeirra og skólasystur sem eru veikar eru að vonum ánægðar með uppátækið. „Þeim finnst þetta mjög flott hjá okkur.“ 

Krakkarnir settu saman þessa mynd.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja krakkana og Barnaspítala Hringsins er hér bent á reikningsnúmerið: 323-13-110245, kennitala: 030998-2869. Krakkarnir hafa einnig sett upp vefsíðu þar sem fylgjast má með gangi mála. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×