Innlent

Kálfur slasaði hjólreiðamann við Búlluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/Sigurður óskarsson
Ökumaður á lítilli rútu eða kálfi ók á hjólreiðamann við Geirsgötu í kvöld en slysið átti sér stað fyrir utan Hamborgarabúlluna.

Hjólreiðamaðurinn var á leið sinni niður Ægisgötu þegar rútubílstjórinn ók á hann.

Starfsmaður Hamborgarabúllunnar segir í samtali við fréttastofu að hjólreiðamaðurinn hafi verið nokkuð illa farinn eftir áreksturinn.

Fjögur lögreglumótorhjól voru send á vettvang ásamt sjúkrabíl.  Farið var með reiðhjólamanninn á sjúkrahús en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ku hann var nokkuð slasaður.

Talið er að ökumaður bifreiðarinnar hafi blindast af sólinni í aðdraganda slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×