Innlent

Yfirlæknir geðdeildar lagðist gegn því að börnin yrðu tekin frá móðurinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/pjetur/vilhelm
Tvö börn, níu og fjórtán ára gömul, voru flutt af heimili sínu og frá móður sinni á Akureyri 9. maí síðastliðinn en þetta var gert með úrskurði hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Frá þessu er greint á vefsíðu Akureyri vikublaðs.

Fram kemur í frétt Akureyri vikublaðs að foreldrar barnanna reyndu fyrir dómi að fá hnekkt vilja Barnaverndar Eyjafjarðar.

Barnaverndin kvað upp þann úrskurð 18. mars á þessu ári að börnin skyldu tekin burt af heimili móðurinnar og vistuð hjá fósturforeldrum.

Móðirin mun eiga við geðrænan kvilla að stríða og annað barn hennar hefur nýlega verið greint með einhverfu.

Sigmundur Sigfússon, yfirlæknir geðdeildar á Akureyri, leggst eindregið gegn því að börnin séu tekin frá móðurinni ef marka má frétt AKV.

Pabbi barnanna gagnrýnir að fóstrið eigi að fara fram hjá vandalausum en ekki ættingjum. „Ég óttast að þetta mál hafi snúist upp í persónulega kergju,“ segir faðir barnanna í samtali við Akureyri vikublað.

Úrskurði Héraðsdóms verður áfrýjað til Hæstaréttar að sögn lögmanna foreldranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×