Innlent

Verkfall hafið á hjúkrunarstofnunum

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Félags sjúkraliða.
Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Félags sjúkraliða.
Samningamenn sjúkraliða og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sitja enn á samningafundi, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara  klukkan níu í gærmorgun, en ótímabundið verkfall þeirra hófst klukkan átta.

Komi til verkfalls, nær það til 26 hjúkrunarheimila og tekur til sjúkraliða, félagsliða, skrifstofufólks, vaktmanna og fleiri. Samningamenn sjúkraliða voru ekki bjartsýnir á lausn í gærkvöldi, en eitthvað virðist hafa breyst og gefið tilefni til fundarhalda í alla nótt.

Sjúkraliðar vilja kjör til samræmis við sjúkraliða, sem vinna hjá ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×