Gáleysislegt aksturslag reiðhjólamanna skapar hættu Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2014 13:18 Þóra Magnea hjá Umferðarstofu segir að slysum tengdum hjólreiðum hafi snarfjölgað. Þóra Magnea Magnúsdóttir hjá Samgöngustofu segir reiðhjólaslysum hafa fjölgað. Hún telur ástæðuna einfaldlega vera þá að hjólafólk hefur fjölgað sem þessu nemur. Ekki að aðstæður hafi versnað. Og það eru svartir sauðir meðal hjólafólksins, sem og í öðru fé. Hún segir ljóst að þessari fjölgun fylgi vaxtaverkir. Fyrir liggur að reiðhjólafólki hefur fjölgað margfalt. Í áfangaskýrslu sem gefin var út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa í mars 2013 er komið inn á þessa staðreynd og til dæmis nefnt að árið 2004 voru í átakinu hjólað í vinnuna þátttakendur 2500 og hjólaðir voru tæplega 100 þúsund kílómetrar. Árið 2011 tóku yfir 11 þúsund þátt og hjóluðu 830 þúsund kílómetra. Þetta gefur ákveðna hugmynd um aukninguna. „Ég held að þetta sé eitthvað stig sem við þurfum að komast yfir. Jafna okkur á ástandinu. Allt í einu er kominn stór hópur vegfarenda sem eru á öðru vísi tæki en vanalega,“ segir Þóra Magnea – sem tekur það reyndar fram að hún sé talsmaður þess að fólk ferðist á reiðhjólum, það sé í eðli sínu hollur og öruggur ferðamáti.Sigurjón og Garpur mega prísa sig sæla að hafa sloppið óskaddaðir frá reiðhjóladólgi.Eitt skref til hægri og þá hefði illa farið Vísir greindi frá því í gær þegar sló í brýnu milli Sigurjóns M. Egilssonar útvarps- og blaðamanns, hunds hans hins glaðværa Garps, sem er af íslensku fjárhundakyni og svo reiðhjólamanns sem fór glannalega og gáleysislega um. Í kjölfarið spratt upp mikil umræða á athugsemdakerfi Vísis, um annars vegar lausagöngu hunda og svo gáleysislega framgöngu reiðhjólafólks. Sigurjón er einn fjölmargra sem stakk niður penna: „Veit upp á mig skömmina. Finnst samt gróft að hjóla framúr á ógnarhraða. Garpur var ekki í hættu, en hefði ég stigið eitt skref til hliðar, án þess að vita af hættunni, þá hefði illa farið.“ Og þetta er nákvæmlega inntakið í orðum margra sem tjáðu skoðun sína eins og komið verður betur inn á.Minnihluti slysa skráð Í áðurnefndri skýrslunni eru slys á hjólamönnum skoðuð sérstaklega, en ekki slys sem þeir valda og gagnagrunnur LSH rannsakaður með það fyrir augum. Allir slasaðir í hjólreiðaslysum sem leita til LSH eru skráðir samkvæmt NOMESCO um ytri orsakir áverka. 2012 voru skráð hjólreiðaslys um 60 á ári, í slysaskrá Umferðarstofu, en menn telja sig vita að fjöldi slasaðra hjólreiðamanna sé talsvert hærri en samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á hjólreiðaslysum á árunum 1991–92 er munur á raunverulegum fjölda hjólreiðaslysa og þeim sem lögreglan skrifar skýrslu um talinn vera um 500 prósent. Samkvæmt sömu rannsókn er áhætta hjólreiðafólks á því að lenda í slysi um 40 sinnum meiri en hjá ökumönnum eða farþegum bifreiða sé miðað við ekinn/hjólaðan kílómeter, segir í skýrslunni: „Ástæður þess að mörg slys hjólreiðamanna eru ekki tilkynnt til lögreglu er m.a. að í miklum meirihluta þeirra fellur reiðhjólamaður af hjólinu án þess að annað ökutæki eða einstaklingur komi við sögu. Í bandarískri rannsókn sem birt var 1988 kemur fram að lögregluskýrsla var gerð í einungis 10 % af öllum slysum hjólreiða manna miðað við fjölda slasaðra sem leituðu á bráðamóttöku.“Hér fer hjóladólgur um svo hratt að linsan vart nemur manninn og fararskjótan.GettysReynslusögur Eins og áður var komið lauslega inná er það einkum það sem skýtur gangandi vegfarendum skelk í bringu þetta þegar reiðhjólamenn þeytast á ógnarhraða hjá á göngustígum. Þykir mörgum mikið vanta uppá almenna tillitssemi gagnvart hinu gangandi, sem eiga samkvæmt lögum forgang. Þá ber reiðhjólafólki að gera gangandi vegfarendum viðvart með bjöllu en þetta er reyndar umdeilt atriði. Skoðum fáeinar af þeim fjölmörgu reynslusögum sem duttu inn á athugasemdakerfi Vísis í gær og skoðanir. Magnús Helgi Björgvinsson: Nú er ég hundeigandi sem alltaf er með hundinn minn í bandi. En ég hef ítrekað lent í því að fá hjólandi menn í bakið sem láta ekki vita af sér. Málið er að hundurinn minn þarf að hnusa nokkuð og er stundum ekki á sama helming göngustígarins. Það er ekki hjólreiðamönnunum að þakka að þeir hafi ekki hjólað á tauminn hjá okkur og slasað eða drepið sig. Það er svo sjaldan að hjólreiðamenn láti vita af sér með því að hringja bjöllunni að maður hrekkur í kút þegar það gerist! Kristrún Stefánsdóttir: Reynslan sýnir að fólki bregður einhverra hluta vegna alveg óskaplega þegar hjólabjöllum er hringt aftan við það. Æpir gjarnar upp yfir sig og stekkur til hliðar, og þá yfirleitt í veg fyrir hjólið, þar sem það er jú auðvitað á leiðinni fram hjá manneskjunni en ekki beint á hana. Hitt er svo annað mál að hjólandi verða að sjálfsögðu að hægja vel á sér þegar þeir fara fram hjá gangandi, enda gefur það báðum aðilum meiri tíma til að bregðast við aðstæðum. Kristin Magnúsdóttir: Gangandi vegfarendur eiga réttinn á gangstéttum einfalt, hundurinn á ekki að vera laus en þó að hann sé í taum eins og minn þá hef ég lent í stórhættu út af hjólreiðar glönnum sem virða ekki gangandi fólk eða dýr…Hjólafólki hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og misjafn er sauður í mörgu fé.Skall í jörðina og braut uppúr tönn Linda Einars Bjarnadóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lent í hjólamanni á mikilli ferð:Ég bara varð að bæta við minni sögu af slysi. Það var nú bara þannig að ég var á gangi með minn hund á taumi í rólegheitum að haustkvöldi, það var dimmt og ég var á göngustíg. Ég er bara á roltinu þegar hjólreiðamaður kemur á fullriferð og ég verð rétt var við hann, Hann reynir að hemla og ég reyni að leggja taumið niður svo hjólreiðamaðurinn og hundurinn verða ekki fyrir slysi, en það dugði ekki til, hjólreiðamaðurinn lenti á tauminu þ.a.s. hjólið hans, ég náði ekki að sleppa því, við þetta hentist ég 2 metra eða svo út í kannt, því ég hafði ekki náð að sleppa takinu á tauminu í tæka tíð, sem betur fer var langt í því, svo hundurinn minn varð ekki meint af, ég hinsvegar, fékk margbletti, skall illa að það glimraði í höfðinu á mér og beit illa niður braut upp úr tönn. Ég var með Vís endurskinsmerki á mér um handleggin. Hjólreiðamaðurinn var ekki með bjöllu eða ljós. Sem betur fer maðurinn ekki leiðinlegur við mig og sagðist bara ekki hafa séð okkur. Síðan þá er ég hálf taugaveikluð á göngustígum. :( Notabene lausir hundar eru oftar en ekki mun afslappaðari af taumi en á því. Ástæðan er sú að við sem göngum með þá á taumi, gefum ómeðvituð merki til hundsins að það þarf að fara með gát og þeir lesa þetta sem best að vera á varðbergi gagnvart öllum. (las ég hjá hunda þjálfara) Minn fær ekki að vera laus nema aðstæður leyfa það, en eitt er víst að hefði minn verið laus þetta kvöld, þá hefði ég ekki slasast. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Þóra Magnea Magnúsdóttir hjá Samgöngustofu segir reiðhjólaslysum hafa fjölgað. Hún telur ástæðuna einfaldlega vera þá að hjólafólk hefur fjölgað sem þessu nemur. Ekki að aðstæður hafi versnað. Og það eru svartir sauðir meðal hjólafólksins, sem og í öðru fé. Hún segir ljóst að þessari fjölgun fylgi vaxtaverkir. Fyrir liggur að reiðhjólafólki hefur fjölgað margfalt. Í áfangaskýrslu sem gefin var út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa í mars 2013 er komið inn á þessa staðreynd og til dæmis nefnt að árið 2004 voru í átakinu hjólað í vinnuna þátttakendur 2500 og hjólaðir voru tæplega 100 þúsund kílómetrar. Árið 2011 tóku yfir 11 þúsund þátt og hjóluðu 830 þúsund kílómetra. Þetta gefur ákveðna hugmynd um aukninguna. „Ég held að þetta sé eitthvað stig sem við þurfum að komast yfir. Jafna okkur á ástandinu. Allt í einu er kominn stór hópur vegfarenda sem eru á öðru vísi tæki en vanalega,“ segir Þóra Magnea – sem tekur það reyndar fram að hún sé talsmaður þess að fólk ferðist á reiðhjólum, það sé í eðli sínu hollur og öruggur ferðamáti.Sigurjón og Garpur mega prísa sig sæla að hafa sloppið óskaddaðir frá reiðhjóladólgi.Eitt skref til hægri og þá hefði illa farið Vísir greindi frá því í gær þegar sló í brýnu milli Sigurjóns M. Egilssonar útvarps- og blaðamanns, hunds hans hins glaðværa Garps, sem er af íslensku fjárhundakyni og svo reiðhjólamanns sem fór glannalega og gáleysislega um. Í kjölfarið spratt upp mikil umræða á athugsemdakerfi Vísis, um annars vegar lausagöngu hunda og svo gáleysislega framgöngu reiðhjólafólks. Sigurjón er einn fjölmargra sem stakk niður penna: „Veit upp á mig skömmina. Finnst samt gróft að hjóla framúr á ógnarhraða. Garpur var ekki í hættu, en hefði ég stigið eitt skref til hliðar, án þess að vita af hættunni, þá hefði illa farið.“ Og þetta er nákvæmlega inntakið í orðum margra sem tjáðu skoðun sína eins og komið verður betur inn á.Minnihluti slysa skráð Í áðurnefndri skýrslunni eru slys á hjólamönnum skoðuð sérstaklega, en ekki slys sem þeir valda og gagnagrunnur LSH rannsakaður með það fyrir augum. Allir slasaðir í hjólreiðaslysum sem leita til LSH eru skráðir samkvæmt NOMESCO um ytri orsakir áverka. 2012 voru skráð hjólreiðaslys um 60 á ári, í slysaskrá Umferðarstofu, en menn telja sig vita að fjöldi slasaðra hjólreiðamanna sé talsvert hærri en samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á hjólreiðaslysum á árunum 1991–92 er munur á raunverulegum fjölda hjólreiðaslysa og þeim sem lögreglan skrifar skýrslu um talinn vera um 500 prósent. Samkvæmt sömu rannsókn er áhætta hjólreiðafólks á því að lenda í slysi um 40 sinnum meiri en hjá ökumönnum eða farþegum bifreiða sé miðað við ekinn/hjólaðan kílómeter, segir í skýrslunni: „Ástæður þess að mörg slys hjólreiðamanna eru ekki tilkynnt til lögreglu er m.a. að í miklum meirihluta þeirra fellur reiðhjólamaður af hjólinu án þess að annað ökutæki eða einstaklingur komi við sögu. Í bandarískri rannsókn sem birt var 1988 kemur fram að lögregluskýrsla var gerð í einungis 10 % af öllum slysum hjólreiða manna miðað við fjölda slasaðra sem leituðu á bráðamóttöku.“Hér fer hjóladólgur um svo hratt að linsan vart nemur manninn og fararskjótan.GettysReynslusögur Eins og áður var komið lauslega inná er það einkum það sem skýtur gangandi vegfarendum skelk í bringu þetta þegar reiðhjólamenn þeytast á ógnarhraða hjá á göngustígum. Þykir mörgum mikið vanta uppá almenna tillitssemi gagnvart hinu gangandi, sem eiga samkvæmt lögum forgang. Þá ber reiðhjólafólki að gera gangandi vegfarendum viðvart með bjöllu en þetta er reyndar umdeilt atriði. Skoðum fáeinar af þeim fjölmörgu reynslusögum sem duttu inn á athugasemdakerfi Vísis í gær og skoðanir. Magnús Helgi Björgvinsson: Nú er ég hundeigandi sem alltaf er með hundinn minn í bandi. En ég hef ítrekað lent í því að fá hjólandi menn í bakið sem láta ekki vita af sér. Málið er að hundurinn minn þarf að hnusa nokkuð og er stundum ekki á sama helming göngustígarins. Það er ekki hjólreiðamönnunum að þakka að þeir hafi ekki hjólað á tauminn hjá okkur og slasað eða drepið sig. Það er svo sjaldan að hjólreiðamenn láti vita af sér með því að hringja bjöllunni að maður hrekkur í kút þegar það gerist! Kristrún Stefánsdóttir: Reynslan sýnir að fólki bregður einhverra hluta vegna alveg óskaplega þegar hjólabjöllum er hringt aftan við það. Æpir gjarnar upp yfir sig og stekkur til hliðar, og þá yfirleitt í veg fyrir hjólið, þar sem það er jú auðvitað á leiðinni fram hjá manneskjunni en ekki beint á hana. Hitt er svo annað mál að hjólandi verða að sjálfsögðu að hægja vel á sér þegar þeir fara fram hjá gangandi, enda gefur það báðum aðilum meiri tíma til að bregðast við aðstæðum. Kristin Magnúsdóttir: Gangandi vegfarendur eiga réttinn á gangstéttum einfalt, hundurinn á ekki að vera laus en þó að hann sé í taum eins og minn þá hef ég lent í stórhættu út af hjólreiðar glönnum sem virða ekki gangandi fólk eða dýr…Hjólafólki hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og misjafn er sauður í mörgu fé.Skall í jörðina og braut uppúr tönn Linda Einars Bjarnadóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa lent í hjólamanni á mikilli ferð:Ég bara varð að bæta við minni sögu af slysi. Það var nú bara þannig að ég var á gangi með minn hund á taumi í rólegheitum að haustkvöldi, það var dimmt og ég var á göngustíg. Ég er bara á roltinu þegar hjólreiðamaður kemur á fullriferð og ég verð rétt var við hann, Hann reynir að hemla og ég reyni að leggja taumið niður svo hjólreiðamaðurinn og hundurinn verða ekki fyrir slysi, en það dugði ekki til, hjólreiðamaðurinn lenti á tauminu þ.a.s. hjólið hans, ég náði ekki að sleppa því, við þetta hentist ég 2 metra eða svo út í kannt, því ég hafði ekki náð að sleppa takinu á tauminu í tæka tíð, sem betur fer var langt í því, svo hundurinn minn varð ekki meint af, ég hinsvegar, fékk margbletti, skall illa að það glimraði í höfðinu á mér og beit illa niður braut upp úr tönn. Ég var með Vís endurskinsmerki á mér um handleggin. Hjólreiðamaðurinn var ekki með bjöllu eða ljós. Sem betur fer maðurinn ekki leiðinlegur við mig og sagðist bara ekki hafa séð okkur. Síðan þá er ég hálf taugaveikluð á göngustígum. :( Notabene lausir hundar eru oftar en ekki mun afslappaðari af taumi en á því. Ástæðan er sú að við sem göngum með þá á taumi, gefum ómeðvituð merki til hundsins að það þarf að fara með gát og þeir lesa þetta sem best að vera á varðbergi gagnvart öllum. (las ég hjá hunda þjálfara) Minn fær ekki að vera laus nema aðstæður leyfa það, en eitt er víst að hefði minn verið laus þetta kvöld, þá hefði ég ekki slasast.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira