Innlent

„Hann er bara svo siðblindur“

Randver Kári Randversson skrifar
Valdís Rán Samúelsdóttir er ein þeirra sem hefur borið vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn Vefpressunni.
Valdís Rán Samúelsdóttir er ein þeirra sem hefur borið vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn Vefpressunni. Visir/GVA

„Hann er bara svona „cult leader“, gaurinn sem gæti látið fólk drekka blásýru. Hann er bara svo siðblindur. Hann fer bara alla leið og einhvern veginn myndar ofboðslega mikil meðvirknisáhrif í kringum sig og það dansa bara allir í kringum hann eins og hann sé eitthvað jólatré“, sagði Valdís Rán Samúelsdóttir í viðtali við Harmageddon á X-inu í morgun.„Þær voru allar að sveifla hárinu og öskra og hlaupa í hringi. Fólk var þarna í einhverjum tytringsköstum og að fljúga í gólfið. Ég hafði aldrei orðið vitni að svona, en fyrir mér var þetta kirkja og ég hugsaði:„ Ok, guð hlýtur að vera meira þarna heldur en annars staðar. Maður einhvern veginn fór inn í þetta og þetta var pínu spennandi líka“, sagði Valdís. Valdís telur að Gunnar muni reyna að verða leiðtogi Krossins á nýjan leik. „Já, já hann mun reyna að gera það af því að hann nennir ekki að vinna. Bara, þú veist, kærðu mig fyrir meiðyrði endilega sko, en þessi maður hefur aldrei nennt að vinna. Það er ekkert mál að sinna kirkju  þegar þú þarft ekki að gera rassgat nema káfa á konum og taka bara fullt af pening fyrir það.“Viðtalið við Valdísi má hlusta á í heild sinni hér að ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.