Afmæli elsta Íslendings landsins Linda Blöndal skrifar 23. maí 2014 18:58 „Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
„Það á að lifa lífinu og teysta guði,” segir Guðríður Guðbrandsdóttir sem í dag heldur upp á 108 ára afmælið. Guðríður er elst allra Íslendinga. Aðeins fjórir Íslendingar, allt konur, hafa náð svo háum aldri. Stöð tvö heimsótti hana í dag þar sem hún hélt með fjölskyldunni upp á afmælið á heimili tengdadóttur sinnar. Átta ára í fyrri heimstyrjöldinni Guðríður var ein af ellefu systkinum, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn. Fjölskyldan er stór. Barnabörnin eru 11, barnabarnabörnin 29 og barnabarnabarnabörnin 13 að tölu. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Besta breytingin var að fá rafmagn, segir hún en Guðríður fæddist árið1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu. Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún man eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt. Hún rifjar líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt. Best að drekka hvorki né reykja Það er best að vera jákvæður og ekki drekka áfengi og reykja eða gera nokkuð sem er vont fyrir mann, segir Guðríður þótt hún segist sposk eitt sinn hafa ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn bara hætt við. Spurð að því hvernig sé að ná svo háum aldri þá segist Guðríður helst syrgja vini og kunningja sem fallnir eru frá, einnig systkini sín tíu talsins sem eru dáin og ekki síst börnin sín þrjú sem eru líka öll látin. Hún segist stundum horfa á fréttir en ekki fylgjast mikið með þjóðmálunum. Guðríður vann alla tíð heima við og er minnug og heilsuhraust. Hún segist vera ánægð með aldurinn og njóta þess að eiga góða fjölskyldu.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira