Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2014 15:18 Svínabændur á Íslandi segjast ekki stunda ólöglegar geldingar. Vísir/GVA Svínabændur hafna fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu Svínaræktarfélags Íslands. Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Hún ætli sér að gefa svínaræktendum aðlögunartíma til áramóta til að breyta starfsháttum sínum. Í tilkynningunni segir hinsvegar að ákvæði íslenskra laga um geldingar og framkvæmd þeirra séu með þeim ströngustu sem þekkjast. Jafnframt vinni bændur að heilum hug að innleiðingu nýrra laga um velferð dýra og að aðbúnaður og velferð íslenskra svína verði með því sem best gerist í heiminum þegar innleiðingu laganna líkur. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna frétta Ríkisútvarpsins í gærkvöldi vilja svínabændur koma því á framfæri að þeir vinna að heilum hug, í samstarfi við stjórnvöld, að innleiðingu nýrra og framsækinna laga um velferð dýra. Þegar innleiðingu þeirra laga lýkur mun aðbúnaður og velferð íslenskra svína verða með því sem best gerist í heiminum. Íslenskur svínabúskapur hefur nú þegar þá sérstöðu að nær engin lyf eru notuð í búgreininni, nema í algjörum undantekningartilfellum.Svínabændur hafna fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Með hinum nýju lögum hafi reglur um geldingar á grísum verið hertar verulega frá því sem verið hefur. Ákvæði íslenskra laga um geldingar og framkvæmd þeirra með þeim ströngustu sem þekkjast. Því hafa íslenskir svínabændur þurft að þróa aðferðir sem best henta til þess að uppfylla ákvæði laganna. Svínabændur vinna nú að því í samstarfi við stjórnvöld að þróa slíkar aðferðir. Af þeim ástæðum hafa stjórnvöld veitt svínabændum svigrúm til þess að mögulegt verði að uppfylla skilyrði laganna. Fullyrðingar fréttastofu Ríkisútvarpsins um að íslenskir svínabændur stundi lögbrot eru því rangar, í besta falli afar langsóttar.Svínabændur benda á að hin nýju lög um velferð dýra tóku gildi um síðustu áramót. Lögin ganga mun lengra en sambærileg löggjöf í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við eða flytjum inn svínaafurðir frá. Það er því töluverð áskorun fyrir bæði stjórnvöld og bændur að innleiða þau. Hafa reglugerðir sem til stendur að setja með stoð í hinum nýju lögum raunar enn ekki tekið gildi.Svínabændum er mikið í mun að innleiðingin laga og reglna á þessu sviði takist vel og hafa þeir af þeirri ástæðu farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum, með hliðsjón af gildistöku nýju laganna, og til að veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þá hafa svínabændur einnig kallað eftir afstöðu ráðherra til þess hvort ekki sé ástæða til að gera sömu kröfur um velferð vegna þeirra þeirra svínafurða sem fluttar eru hingað til lands frá öðrum löndum og gerðar eru samkvæmt íslenskum lögum.Það er markmið íslenskra svínabænda að bjóða upp á svínaafurðir sem uppfylla ýtrustu kröfur er varðar gæði, velferð og aðbúnað á eins hagstæðu verði og kostur er fyrir íslenska neytendur. Tengdar fréttir Fjalli um geldingar á svínum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína. 26. nóvember 2010 21:02 Grísir skulu vera deyfðir við geldingar Bundið verður í lög að dýr séu skyni gæddar verur og eigi að vera laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsl og sjúkdóma. Frumvarp um velferð dýra var samþykkt til þriðju umræðu á Alþingi. 26. mars 2013 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Svínabændur hafna fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Þetta kemur fram í tilkynningu Svínaræktarfélags Íslands. Í kvöldfréttum RÚV sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Hún ætli sér að gefa svínaræktendum aðlögunartíma til áramóta til að breyta starfsháttum sínum. Í tilkynningunni segir hinsvegar að ákvæði íslenskra laga um geldingar og framkvæmd þeirra séu með þeim ströngustu sem þekkjast. Jafnframt vinni bændur að heilum hug að innleiðingu nýrra laga um velferð dýra og að aðbúnaður og velferð íslenskra svína verði með því sem best gerist í heiminum þegar innleiðingu laganna líkur. Tilkynningin í heild sinni er birt hér:Vegna frétta Ríkisútvarpsins í gærkvöldi vilja svínabændur koma því á framfæri að þeir vinna að heilum hug, í samstarfi við stjórnvöld, að innleiðingu nýrra og framsækinna laga um velferð dýra. Þegar innleiðingu þeirra laga lýkur mun aðbúnaður og velferð íslenskra svína verða með því sem best gerist í heiminum. Íslenskur svínabúskapur hefur nú þegar þá sérstöðu að nær engin lyf eru notuð í búgreininni, nema í algjörum undantekningartilfellum.Svínabændur hafna fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Með hinum nýju lögum hafi reglur um geldingar á grísum verið hertar verulega frá því sem verið hefur. Ákvæði íslenskra laga um geldingar og framkvæmd þeirra með þeim ströngustu sem þekkjast. Því hafa íslenskir svínabændur þurft að þróa aðferðir sem best henta til þess að uppfylla ákvæði laganna. Svínabændur vinna nú að því í samstarfi við stjórnvöld að þróa slíkar aðferðir. Af þeim ástæðum hafa stjórnvöld veitt svínabændum svigrúm til þess að mögulegt verði að uppfylla skilyrði laganna. Fullyrðingar fréttastofu Ríkisútvarpsins um að íslenskir svínabændur stundi lögbrot eru því rangar, í besta falli afar langsóttar.Svínabændur benda á að hin nýju lög um velferð dýra tóku gildi um síðustu áramót. Lögin ganga mun lengra en sambærileg löggjöf í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við eða flytjum inn svínaafurðir frá. Það er því töluverð áskorun fyrir bæði stjórnvöld og bændur að innleiða þau. Hafa reglugerðir sem til stendur að setja með stoð í hinum nýju lögum raunar enn ekki tekið gildi.Svínabændum er mikið í mun að innleiðingin laga og reglna á þessu sviði takist vel og hafa þeir af þeirri ástæðu farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum, með hliðsjón af gildistöku nýju laganna, og til að veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þá hafa svínabændur einnig kallað eftir afstöðu ráðherra til þess hvort ekki sé ástæða til að gera sömu kröfur um velferð vegna þeirra þeirra svínafurða sem fluttar eru hingað til lands frá öðrum löndum og gerðar eru samkvæmt íslenskum lögum.Það er markmið íslenskra svínabænda að bjóða upp á svínaafurðir sem uppfylla ýtrustu kröfur er varðar gæði, velferð og aðbúnað á eins hagstæðu verði og kostur er fyrir íslenska neytendur.
Tengdar fréttir Fjalli um geldingar á svínum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína. 26. nóvember 2010 21:02 Grísir skulu vera deyfðir við geldingar Bundið verður í lög að dýr séu skyni gæddar verur og eigi að vera laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsl og sjúkdóma. Frumvarp um velferð dýra var samþykkt til þriðju umræðu á Alþingi. 26. mars 2013 06:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fjalli um geldingar á svínum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að leysa úr þeim vanda sem steðjar að svínarækt í landinu. Hópnum er m.a. ætlað að fjalla um aðbúnað og meðferð svína. 26. nóvember 2010 21:02
Grísir skulu vera deyfðir við geldingar Bundið verður í lög að dýr séu skyni gæddar verur og eigi að vera laus við vanlíðan, hungur, þorsta, ótta, þjáningu, sársauka, meiðsl og sjúkdóma. Frumvarp um velferð dýra var samþykkt til þriðju umræðu á Alþingi. 26. mars 2013 06:00