Innlent

Sjáðu myndbandið: Nemendur í Austurbæjarskóla syngja um fátækt

Bjarki Ármannsson skrifar
Nemendur úr tíunda bekk Austurbæjarskóla.
Nemendur úr tíunda bekk Austurbæjarskóla. Mynd/Aðsend
Krakkarnir í Austurbæjarskóla hafa í vetur unnið að áhugaverðu verkefni í samstarfi við Barnaheill – Save the children þar sem þau skoða fátækt í nærumhverfi sínu.

Upp úr verkefninu sömdu þau eigin texta við lagið Let it go úr teiknimyndinni Frozen og fengu tónlistarmennina Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson til að taka lagið upp í upptökuveri, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Með verkefninu vildu nemendur skora á stjórnvöld til að vinna gegn barnafátækt, en um tólf þúsund börn á Íslandi eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla sem segir einnig að fátækt hafi aukist hér á landi á árunum 2008 til 2012. 


Tengdar fréttir

Tíu þúsund íslensk börn búa við fátækt

Sextán prósent íslenskra barna búa við fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla - Save The Children, í Evrópu þar sem fátækt barna í álfunni er kortlögð. Framkvæmdastjóri Barnaheilla segir vandamálið falið hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×