Innlent

Segist ekki geta kosið Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Það er ekki við Sinnum ehf. að sakast en Gunnar Einarsson hefur sýnt það margítrekað að hann er algjörlega vanhæfur til að gegna starfi bæjarstjóra Garðabæjar.“
"Það er ekki við Sinnum ehf. að sakast en Gunnar Einarsson hefur sýnt það margítrekað að hann er algjörlega vanhæfur til að gegna starfi bæjarstjóra Garðabæjar.“
Ólafur Örn Nielsen, fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), segist ekki geta kosið Sjálfstæðisflokkinn á meðan Gunnar Einarsson gegnir starfi bæjarstjóra Garðabæjar. „Blekkingar við kynningu á sameiningunni við Álftanes, tugmilljónir til einkavinar fyrir ritun á sögu Garðabæjar eru næg ástæða fyrir því að veita honum ekki brautargengi,“ ritar Ólafur á Facebook síðu sína í kvöld.

Í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sé í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á ári hverju án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf. sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum.

„Það er ekki við Sinnum ehf. að sakast en Gunnar Einarsson hefur sýnt það margítrekað að hann er algjörlega vanhæfur til að gegna starfi bæjarstjóra Garðabæjar,“segir Ólafur og segir brot á útboðsreglum síendurtekin.

Gunnar Einarsson segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. Hann segir að þegar fyrst var ákveðið að koma þessu í hendur einkaaðila hafi markaðurinn verið kannaður og í ljós hafi komið að aðeins eitt fyrirtæki sinni málum sem þessum á einkamarkaði. Því hafi verið ákveðið að fara þessa leið. Hann vildi þó ekki fara út í það hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjum.


Tengdar fréttir

Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi

FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×