Innlent

Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Gaðarbæjar.
Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Gaðarbæjar.
Það er ótækt að meirihluti Sjálfstæðismanna hafi samið við fyrrverandi bæjarstjóra án útboðs að mati Samfylkingarinnar í Garðabæ.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Steinþór Einarsson, fulltrúi flokksins í bæjarstjórn Gaðarbæjar, hefur sent frá sér í kjölfar frétta af brotum á reglum um útboð á heimaþjónustu í bænum.

Svo virðist sem ekkert hafi verið fjallað um þessa auknu samninga við Sinnum heimaþjónustu ehf. í fjölskyldurráði Garðabæjar samkvæmt Steinþóri.

Samfylkingin lýsir yfir vantrausti á verklagi Sjalfstæðismanna í bænum og krefst þess að stjórnarháttum sé breytt í Garðabæ.

„Með opnari stjórnsýslu þar sem fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda ásamt fylgiskjölum eru aðgengilegar á netinu komum við í veg fyrir vinnubrögð líkt og meirihlutanum finnst eðlilegt að stunda í bænum,“ segir í yfirlýsingunni.

Steinþór segir nauðsynlegt að komið verði á skýrum reglum varðandi þjónustukaup álík þeim og bærinn hefur keypt af Sinnum ehf á liðnum árum.

Í yfirlýsingunni þó ekki loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðunni. „Því þjónustu má ekki kaupa á svo ódýru verði að ekki verði möguleiki á að uppfylla þau skilyrði sem sett eru upp,“ eins og þar kemur fram.

„En að semja um þjónustu á verðum sem eru yfir innkaupareglum bæjarins án þess að það sé rætt á réttum vettvangi er forkastanlegt.“


Tengdar fréttir

Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt

Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð.

Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi

FÓLKIÐ- í bænum segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um þjónustusamninga bæjarins fáist lítil svör við "eðlilegum“ spurningum um verklag innan stjórnsýslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×