Innlent

Dagur á fund borgarstjóra Kaupmannahafnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Dagur og Frank í ráðhúsinu í gær.
Dagur og Frank í ráðhúsinu í gær. Mynd/Aðsend
Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hitti Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar á fundi í gær. Líkt og greint hefur verið frá er Dagur staddur í borginni til að styðja Pollapönkara í Eurovision-keppninni sem fram fór í gærkvöldi.

Frank Jensen er á sínu öðru kjörtímabili sem borgarstjóri. Hann hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi en hefur meðal annars gefið saman samkynhneigð pör í krafti embættis síns.

„Við Frank höfum kynnst í gegnum samstarf höfuðborga á Norðurlöndum og hann er jafnaðarmaður eins og ég. Hann er merkilegur frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur meðal annars laðað græna fjárfestingu til Kaupmannahafnar, auk þess sem borgin er að gera mjög marga spennandi hluti á sviði húsnæðis- og skipulagsmála,“ segir Dagur í tilkynningu.

„Kaupmannahöfn og Reykjavík eru mannréttindaborgir og eiga mikla samleið á því sviði einsog mörgum öðrum. Kaupmannahöfn leggur mikið upp úr því að vera frjálslynd og umburðarlynd borg fyrir alla. Ég veit að Frank hefur fylgst með því sem við höfum verið að segja í mannréttindamálum og hann hefur staðið framarlega í mannréttindabaráttunni sjálfur."


Tengdar fréttir

Dagur hitti Johnny Logan

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson er staddur á lokakeppni Eurovision í Kaupmannahöfn. Þar hitti hann sigursælasta keppanda í sögu Eurovision, Johnny Logan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×