Innlent

Krefjast eins mánaðar gæsluvarðhalds yfir piltunum fimm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögreglan krefst þess að gæsluvarðhald yfir piltunum fimm sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku þar síðustu helgi verði framlengt um einn mánuð samkvæmt heimildum Vísis.

Gæsluvarðhaldsúrskurður sem staðfestur var fimmtudaginn 8. maí rennur út í dag klukkan fjögur.

Drengirnir fimm hafa verið í einangrun á Litla Hrauni frá 9. maí og hafa yfirheyrslur staðið yfir síðan.

Piltarnir eru á aldrinum 17 til 19 ára. Stúlkan kærði nauðgunina til lögreglu á þriðjudaginn 6. maí. Í kjölfar kærunnar voru piltarnir handteknir og í greinargerð lögreglu kemur fram að símar þeirra og tölvur hafi verið haldlagðar.

Kærðu hafi allir gengist við því að hafa haft samfarir við stúlkuna en sagst hafa talið það hafa verið með hennar samþykki. Kærðu beri þó ekki saman um atburðinn og atburðarás tengda honum.

Atvikið mun hafa átt sér stað í Breiðholti aðfaranótt sunnudagsins 4. maí. Það mun hafa verið tekið upp á myndband af einum hinna fimm og gengið á milli fólks síðan verknaðurinn átti sér stað.

Það mun þó ekki vera aðgengilegt á internetinu en lögregla hefur það undir höndum.


Tengdar fréttir

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×