Innlent

Boxari og knattspyrnukona verði Íslendingar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Alþingi þarf að staðfesta þingsályktunartillöguna til að þessir 23 einstaklingar verði íslenskir ríkisborgarar.
Alþingi þarf að staðfesta þingsályktunartillöguna til að þessir 23 einstaklingar verði íslenskir ríkisborgarar.
 Litháískur boxari og serbnesk knattspyrnukona eru meðal þeirra sem Allsherjar- og menntamálanefnd leggja til að fái ríkissborgararétt. Knattspyrnukonan Vesna Smiljkovic hefur gert garðinn frægan með serbneska landsliðinu í knattspyrnu og leikur nú með ÍBV.

Alls sóttu 36 manns um íslenskan ríkisborgararétt, en nefndin leggur til að 23 hljóti hann.

Þingsályktunartillaga verður lögð fyrir þingið áður en því lýkur og hljóti hún samþykki öðlast eftirfarandi einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt:

1.Arsens Zagainovs, f. 1979 í Lettlandi.

2.Bess Renee Neal, f. 1980 í Bandaríkjunum.

3.Eleonor Saraum Lagahid, f. 1970 á Filippseyjum.

4.Mohammed S. R. Nazer, f. 1986 í Palestínu.

5.Wafaa Nabeel Yosif Al Qina, f. 1977 í Írak.

6.Vesna Smiljkovic, f. 1983 í Serbíu.

7.Martha Lucia Suarez Lemus, f. 1965 í Kólumbíu.

8.Paola Andrea Arce Suarez, f. 1986 í Kólumbíu.

9.Yingyu Zong, f. 1984 í Kína.

10.Christopher Jusufu Bundeh, f. 1959 í Síerra Leóne.

11.Fouad El Ouali, f. 1976 í Marokkó.

12.Hasthika Lankathilaka, f. 1989 á Srí Lanka.

13.Homero Manzi Gutierrez, f. 1979 í Úrúgvæ.

14.Krishnakumary Vignentheran, f. 1983 á Srí Lanka.

15.Osman Saliji, f. 1984 í Serbíu.

16.Vignentheran Satchithananthan, f. 1978 á Srí Lanka.

17.Evelyn Kuhne, f. 1973 í Þýskalandi.

18.Hlal Jarah, f. 1979 í Sýrlandi.

19.Mohammed Omer Ibrahim, f. 1960 í Erítreu.

20.Antoine Jean-Fernand V. Lochet, f. 1982 í Frakklandi.

21.Marion Andree Rosie Brochet, f. 1981 í Frakklandi.

22.Sherry Inga Halterman, f. 1962 í Keflavík.

23.Mai Tuyet Thi Bui, f. 1983 í Víetnam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×