Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Atletico Madrid er Spánarmeistari 2014. Vísir/Getty Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty
Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51
Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04