Varla kvenfyrirlitning þegar Vigdísi er sagt að þegja Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2014 13:55 Svo virðist sem Vigdís Hauksdóttir sé ekki inni í dæminu þegar fólk leitar eftir ummerkjum um kvenfyrirlitningu. Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar segir mikinn tvískinnung ráða og öllu máli skipta hver á í hlut hvort viðkomandi telst sæta kvenfyrirlitningu eða ekki. Þetta kom fram í viðtali við hana á Rás 2 í morgun. Frægt er orðið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þegja og vera ekki sígjammandi fram í þingræður. Þetta sagði Steingrímur í ræðustól Alþingis í vikunni. Kallaði Steingrímur þingkonuna friðarspilli í þinginu. Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í viðtali í bítinu á Bylgjunni að með framferði sínu hefði Steingrímur orðið sjálfum sér til skammar. „Ég fer alveg óskaplega í taugarnar á vinstri mönnum og er bara stolt yfir því. Þeir eiga stundum erfitt með að heyra sannleikann,“ sagði Vigdís.Sigríður Ingibjörg IngadótturVÍSIR/GVABjarni sakaður um kvenfyrirlitningu Ekki er langt síðan sló í brýnu í þinginu milli Katrínar Júlíusdóttur, þingkonu og varaformanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Bjarni rétti Katrínu blað með dagskrá þingsins meðan hún stóð í ræðustól Alþingis. Katrín tók það óstinnt upp. Bjarni Benediktsson sagði þá Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að „róa sig“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tók þessi ummæli fjármálaráðherra upp og sakaði hann um kvenfyrirlitningu í þinginu. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“Áslaug Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar taldi um mikinn tvískinnung að ræða og gagnrýndi það í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Sagði hún þá sem hefðu haft hvað hæst um kvenfyrirlitningu í tilfelli Bjarna og Katrínar sætu nú með hendur í skauti og létu ekki heyra í sér. Taldi hún þessi tvö mál nokkurn veginn nákvæmlega eins. Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda.Mynd/StefánGagnlegt að snúa kynjahlutverkum á haus Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur ekki um augljósan mun að ræða á milli þessara tveggja atburða. Hér sé um að ræða karla sem beini orðum sínum til kvenna. Hins vegar segir Gyða Margrét gott stundum að skoða samhengið í báðum málum og oft gagnlegt að snúa kynjunum við. „En mikilvægt er um leið að vera meðvitaður um að það getur haft ólíka merkingu hvort kynið segir hlutina. Samfélagið er þannig uppbyggt að það hefur ólíka merkingu hvort karl segir konu að þegja eða róa sig, og að kona segir karli sömu hluti.“ Gyða telur að það megi segja að þessi mál séu keimlík. „Hins vegar er alltaf gott að skoða samhengið í báðum atvikum frekar en nákvæmlega það sem sagt er á þessum tveimur tímapunktum.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira