Erlent

Vilhjálmur og Kata bókuðu sig undir nafninu Jones

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Kata reyndu að fljúga heim til Bretlands frá Nýja-Sjálandi undir fölskum nöfnum. Þau hjónin höfðu verið í konunglegri heimsókn þar i landi ásamt litla prinsinum Georg.

Þau skráðu sig í flugið undir nöfnunum herra og frú Jones. Þau skráðu einnig Georg undir sama nafni. Heimildarmanni breska fréttaritsins Sun þótti nokkuð spaugilegt að þau notuðu svo algegnt breskt nafn.

Upp um þau komst þó þar sem þau bókuðu fyrsta farrými vélarinnar eins og það lagði sig. Þá voru þau einnig með um 90 töskur í farangur. Ástæðan fyrir töskufjöldanum er meðal annars sú að Georg litli fékk margar gjafir í ferðalaginu, sumar ansi stórar og fyrirferðamiklar.

Þetta mun ekki hafa verið í fyrsta skipti sem þau Vilhjálmur og Kata bóka sig undir öðru nafni. Þau skráðu sig undir nafninu Smiths eitt sinn sem þau pöntuðu sér gistingu í Cornwall á 27 ára afmælis Vilhjálms.

Þau eru ekki þau eini sem nota annað nafn en sitt eigið á ferðalögum en það mun vera ansi algengt meðal fræga fólksins. Sem dæmi hefur Fergie til dæmis notað nafnið Penny Lane eftir Bítlalaginu fræga og Lyndsey Lohan hefur notast við nafnið Bella Lovelace. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×