Landsbjörg svarar gagnrýni: Færa aðeins umslög frá einum stað til annars Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. maí 2014 14:35 Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54