Landsbjörg svarar gagnrýni: Færa aðeins umslög frá einum stað til annars Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. maí 2014 14:35 Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54