Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2014 11:54 Frá blaðamannafundinum í Hörpu í morgun. Vísir/GVA Íslensk erfðagreining (ÍE) sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Um er að ræða landsátak undir yfirskriftinni: „Útkall – í þágu vísinda“ sem kynnt var á blaðamannafundi í Hörpunni í dag. „Árangur okkar byggist á þrennu: Þátttöku þjóðarinnar í rannsóknunum, samstarfinu við lækna og heilbrigðisstofnanir landsins og vísindamönnunum okkar sem eru óþreytandi snillingar við leitina að skýringum á muninum á heilbrigði manna og sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt. „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni.“Vísir/VilhelmYfir 120 þúsund Íslendingar hafa þegar lagt hönd á plóginn Með átaki þessu hyggst ÍE efla rannsóknir sínar, en fyrirtækið hefur þegar fundið breytileika í erfðaefni mannsins sem tengjast áhættu á fjölda algengra sjúkdóma. Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar svarað kallinu þegar samstarfslæknar ÍE hafa boðið fólki þátttöku í rannsóknum á einstökum sjúkdómum. Alls hafa fleiri en 120.000 landsmenn þegar lagt hönd á plóginn. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fagnar átakinu. „Slysavarnafélagið Landsbjörg er ein stærstu sjálfboðaliðasamtök þjóðarinnar og óvíst að nokkur annar aðili hefði bolmagn til að fara í svona stóra aðgerð sem felst í því að ganga á nokkrum dögum í flest hús á Íslandi,“ segir Hörður Már. „Auk þess að leggja lið mikilvægum rannsóknum íslenskra vísindamanna þá getur Útkallið, ef það heppnast vel og fólk leggur þessu lið, reynst ein af stærsta fjáröflun félagsins.“Vísir/VilhelmGjaldgengir í rannsóknina eru Íslendingar eldri en átján ára sem hafa ekki tekið þátt í fyrri rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Eru þeir valdir með það fyrir augum að hópurinn gefi sem besta og breiðasta mynd af þjóðinni. Auk samanburðar við sjúklingahópa verður tíðni tiltekinna erfðabreytileika könnuð almennt meðal Íslendinga og samanburður gerður við aðrar þjóðir. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Í fararbroddi á heimsvísu í rannsóknum á tengslum erfða og sjúkdóma Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Um er að ræða landsátak undir yfirskriftinni: „Útkall – í þágu vísinda“ sem kynnt var á blaðamannafundi í Hörpunni í dag. „Árangur okkar byggist á þrennu: Þátttöku þjóðarinnar í rannsóknunum, samstarfinu við lækna og heilbrigðisstofnanir landsins og vísindamönnunum okkar sem eru óþreytandi snillingar við leitina að skýringum á muninum á heilbrigði manna og sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt. „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni.“Vísir/VilhelmYfir 120 þúsund Íslendingar hafa þegar lagt hönd á plóginn Með átaki þessu hyggst ÍE efla rannsóknir sínar, en fyrirtækið hefur þegar fundið breytileika í erfðaefni mannsins sem tengjast áhættu á fjölda algengra sjúkdóma. Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar svarað kallinu þegar samstarfslæknar ÍE hafa boðið fólki þátttöku í rannsóknum á einstökum sjúkdómum. Alls hafa fleiri en 120.000 landsmenn þegar lagt hönd á plóginn. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fagnar átakinu. „Slysavarnafélagið Landsbjörg er ein stærstu sjálfboðaliðasamtök þjóðarinnar og óvíst að nokkur annar aðili hefði bolmagn til að fara í svona stóra aðgerð sem felst í því að ganga á nokkrum dögum í flest hús á Íslandi,“ segir Hörður Már. „Auk þess að leggja lið mikilvægum rannsóknum íslenskra vísindamanna þá getur Útkallið, ef það heppnast vel og fólk leggur þessu lið, reynst ein af stærsta fjáröflun félagsins.“Vísir/VilhelmGjaldgengir í rannsóknina eru Íslendingar eldri en átján ára sem hafa ekki tekið þátt í fyrri rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Eru þeir valdir með það fyrir augum að hópurinn gefi sem besta og breiðasta mynd af þjóðinni. Auk samanburðar við sjúklingahópa verður tíðni tiltekinna erfðabreytileika könnuð almennt meðal Íslendinga og samanburður gerður við aðrar þjóðir. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Í fararbroddi á heimsvísu í rannsóknum á tengslum erfða og sjúkdóma
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira