Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2014 11:54 Frá blaðamannafundinum í Hörpu í morgun. Vísir/GVA Íslensk erfðagreining (ÍE) sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Um er að ræða landsátak undir yfirskriftinni: „Útkall – í þágu vísinda“ sem kynnt var á blaðamannafundi í Hörpunni í dag. „Árangur okkar byggist á þrennu: Þátttöku þjóðarinnar í rannsóknunum, samstarfinu við lækna og heilbrigðisstofnanir landsins og vísindamönnunum okkar sem eru óþreytandi snillingar við leitina að skýringum á muninum á heilbrigði manna og sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt. „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni.“Vísir/VilhelmYfir 120 þúsund Íslendingar hafa þegar lagt hönd á plóginn Með átaki þessu hyggst ÍE efla rannsóknir sínar, en fyrirtækið hefur þegar fundið breytileika í erfðaefni mannsins sem tengjast áhættu á fjölda algengra sjúkdóma. Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar svarað kallinu þegar samstarfslæknar ÍE hafa boðið fólki þátttöku í rannsóknum á einstökum sjúkdómum. Alls hafa fleiri en 120.000 landsmenn þegar lagt hönd á plóginn. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fagnar átakinu. „Slysavarnafélagið Landsbjörg er ein stærstu sjálfboðaliðasamtök þjóðarinnar og óvíst að nokkur annar aðili hefði bolmagn til að fara í svona stóra aðgerð sem felst í því að ganga á nokkrum dögum í flest hús á Íslandi,“ segir Hörður Már. „Auk þess að leggja lið mikilvægum rannsóknum íslenskra vísindamanna þá getur Útkallið, ef það heppnast vel og fólk leggur þessu lið, reynst ein af stærsta fjáröflun félagsins.“Vísir/VilhelmGjaldgengir í rannsóknina eru Íslendingar eldri en átján ára sem hafa ekki tekið þátt í fyrri rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Eru þeir valdir með það fyrir augum að hópurinn gefi sem besta og breiðasta mynd af þjóðinni. Auk samanburðar við sjúklingahópa verður tíðni tiltekinna erfðabreytileika könnuð almennt meðal Íslendinga og samanburður gerður við aðrar þjóðir. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Í fararbroddi á heimsvísu í rannsóknum á tengslum erfða og sjúkdóma Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Um er að ræða landsátak undir yfirskriftinni: „Útkall – í þágu vísinda“ sem kynnt var á blaðamannafundi í Hörpunni í dag. „Árangur okkar byggist á þrennu: Þátttöku þjóðarinnar í rannsóknunum, samstarfinu við lækna og heilbrigðisstofnanir landsins og vísindamönnunum okkar sem eru óþreytandi snillingar við leitina að skýringum á muninum á heilbrigði manna og sjúkdómum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með 2.000 krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt. „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni.“Vísir/VilhelmYfir 120 þúsund Íslendingar hafa þegar lagt hönd á plóginn Með átaki þessu hyggst ÍE efla rannsóknir sínar, en fyrirtækið hefur þegar fundið breytileika í erfðaefni mannsins sem tengjast áhættu á fjölda algengra sjúkdóma. Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar svarað kallinu þegar samstarfslæknar ÍE hafa boðið fólki þátttöku í rannsóknum á einstökum sjúkdómum. Alls hafa fleiri en 120.000 landsmenn þegar lagt hönd á plóginn. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fagnar átakinu. „Slysavarnafélagið Landsbjörg er ein stærstu sjálfboðaliðasamtök þjóðarinnar og óvíst að nokkur annar aðili hefði bolmagn til að fara í svona stóra aðgerð sem felst í því að ganga á nokkrum dögum í flest hús á Íslandi,“ segir Hörður Már. „Auk þess að leggja lið mikilvægum rannsóknum íslenskra vísindamanna þá getur Útkallið, ef það heppnast vel og fólk leggur þessu lið, reynst ein af stærsta fjáröflun félagsins.“Vísir/VilhelmGjaldgengir í rannsóknina eru Íslendingar eldri en átján ára sem hafa ekki tekið þátt í fyrri rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Eru þeir valdir með það fyrir augum að hópurinn gefi sem besta og breiðasta mynd af þjóðinni. Auk samanburðar við sjúklingahópa verður tíðni tiltekinna erfðabreytileika könnuð almennt meðal Íslendinga og samanburður gerður við aðrar þjóðir. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Í fararbroddi á heimsvísu í rannsóknum á tengslum erfða og sjúkdóma
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira