„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 15:13 vísir/vilhelm/daníel „Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég er algjörlega á móti því að Reykjavíkurborg gefi lóðir fyrir trúfélög,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Þá segir hann að það sé eitthvað sem eigi ekki heima í nútímanum og vill hann sjá þessu breytt. Úthlutun lóðarinnar í Sogamýri var síðasti áfangi Reykjavíkurborgar í að útvega fjórum trúfélögum lóðir undir tilbeiðsluhús sín en nú þegar hafa farið fram lóðaúthlutanir til Ásatrúarfélagsins, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og búddista. Tillagan um uppbyggingu mosku var samþykkt samhljóða í skipulagsráði og borgarráði á síðasta ári, en í rúm þrettán ár hafa múslimar á Íslandi falast eftir lóð í Reykjavík. Halldóri finnst staðsetning moskunnar í Sogamýri óheppileg. „Mér fyndist að þetta svæði ætti að vera tekið frá fyrir annað. Það er hjúkrunarheimili þarna rétt hjá og þetta er í íbúðabyggð.“ Þá telur hann að þrátt fyrir að trúfrelsi ríki samkvæmt stjórnarskrá þá dugi það ekki til að réttlæta það að Reykjavíkurborg gefi lóðir á þeim forsendum. Í september í fyrra óskuðu borgarfulltrúar í borgarráði eftir því að Alþingi endurskoði ákvæði í lögum sem kveða á um að sveitarfélögum sé skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undirskilja þær gatnagerðarlandi. Lögin hafi verið sett á þeim tíma þegar trúarlíf þjóðarinnar var almennara og einsleitara og meiri sátt ríkti um þátttöku opinberra aðila í rekstri trúfélaga, á þeim forsendum mátti færa rök fyrir því að eðlilegt væri að Reykjavíkurborg léti frá sér, án endurgjalds, lóðir undir kirkjur.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira