Flutningar með hvalkjöt: Ekkert gefið upp um hvort gripið verði til aðgerða Hrund Þórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 20:00 Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel. Máritíus Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skipið Alma sem nú siglir með eina stærstu sendingu hvalkjöts í heiminum í áratugi, neyðist til að haga för sinni undarlega, vegna andstöðu sem það mætir. Skipið náði að taka olíu á Máritíus þar sem yfirvöld voru of sein að grípa til aðgerða gegn því. Þetta segir talsmaður Grænfriðunga sem fréttastofa ræddi við í dag. Alma siglir nú frá Íslandi til Japans með 2000 tonn af frosnu langreyðarkjöti frá Hval hf. Til stóð að taka vistir í Suður-Afríku en hætt var við vegna mótmæla, þar sem yfir 35 þúsund manns skrifuðu nöfn sín á undirskriftalista og hvöttu hafnaryfirvöld til að neita skipinu um þjónustu. Nýlega stoppaði skipið hins vegar við eyjuna Máritíus til að taka olíu. Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Grænfriðungum, segir þá hafa biðlað til yfirvalda á Máritíus um að grípa til aðgerða gegn skipinu. Það hafi staðið til en skipið hafi þá þegar verið komið í höfn og því ekkert verið aðhafst. Grænfriðungar fylgjast grannt með ferðum skipsins og segir Pavel um að ræða eina stærstu sendingu hvalkjöts í áratugi. Hefðbundin siglingaleið til Japans liggur um Súezskurðinn en Alma fór suður fyrir Góðravonarhöfða. Það er afar sjaldgæft en hefur til dæmis gerst við flutninga á vopnum og kjarnorkuúrgangi. Áætlað er að Alma komi til Japans í kringum fimmta maí en Grænfriðungar gefa ekkert uppi um hvort gripið verði til aðgerða. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt nánar við Pavel.
Máritíus Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira