Innlent

Ákærður fyrir að hafa sparkað í augu og rifið í hár unnustu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/pjetur
Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður er ákærður fyrir að hafa veist að þáverandi unnustu sinni á heimili hennar í Breiðholti. Að því er segir í ákæru hlaut konan, sem er tuttugu og tveggja ára gömul, mikla áverka víðs vegar um líkamann. Karlmaðurinn játaði brot sitt hjá lögreglu en neitaði sök í þingfestingu málsins.

Manninum er gefið að sök að hafa skellt höfði hennar í gólfið þannig að hægri hluti andlits hennar lenti í gólfinu og hélt hann henni niðri. Maðurinn sparkaði í vinstra auga hennar, íklæddur skóm og tók í hár hennar og ýtti henni upp í rúm þar sem hann tók kverkataki um háls hennar. Konan hlaut miklar bólgur, roða, mar og eymsli í andliti, á höfði og líkama. Þá tognaði hún á hálshrygg, rif- og bringubeini og vinstri litlu tá.

Konan krefst 1,7 milljón króna miskabóta auk vaxta. Þá krefst hún skaðabóta að fjárhæð 310.704 kr auk vaxta ásamt þóknun réttargæslumanns.

Ríkissaksóknari fer fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Skýrsla var tekin af ákærða og konunni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðalmeðferð var frestað til 15. maí þar sem ekki tókst að boða vitni í málið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×