Vínið dýra sem Englar alheimsins drukku á Grillinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 10:11 Hér er Wilhelm með flösku af Chateau Moton Rothschild um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Vísir/Aðsent „Hér held ég á flösku af Chateau Moton Rothschild 1982, víninu góða sem Englar alheimsins skoluðu matnum niður með,“ segir Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu og Grillsins. Vísir sagði frá eftirminnilegri sögu í gær, sem Einar Már Guðmundsson gerði góð skil í bók sinni Englum alheimsins. Sagan varð nánast ódauðleg eftir að kvikmynd byggð á bókinni kom út: Í einu atriði myndarinnar fara þrír vistmenn á Kleppi á Grillið og panta allt það dýrasta og fínasta á matseðlinum. Þegar kemur að því að borga segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Nú hefur fundist mynd af Wilhelm með vínið sem vistmennirnir drukku með matnum á Grillinu. En vínið var það dýrasta sem boðið var upp á á Grillinu. Fór á borð Wilhelms Þegar þetta gerðist í raun, lenti málið á borði Wilhelms – framkvæmdastjórans á Hóteli Sögu. Hann ákvað að greiða reikninginn fyrir vistmennina þrjá og bað lögregluna um að bíða eftir þeim í andyri hótelsins – en ekki koma inn og handtaka þá fyrir framan aðra gesti. Lögreglumennirnir keyrðu vistmennina svo á Klepp, eftir þessa dýrindis máltíð – eina þá frægustu sem sögur fara af.Flottasti árgangurinn Wilhelm segir þennan árgang af Chateau Moton Rothschild 1982 vera einstakan – og því greinilegt að vistmennirnir þrír hafi verið miklir smekksmenn. „1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld og flasakan af þessu víni kostaði 26.800 krónur þá.“ Myndin hér að ofan er tekin á níunda áratugi síðustu aldar. Þá sá Wilhelm um hótel, veitinga og ráðstefnurekstur Hótels Sögu.Frumkvöðull í innflutningi á víni Umhverfið í hótelrekstri og skemmtanabransanum var allt annað en það er í dag. Til dæmis var allur innflutningur á víni í höndum ríkisins. „Það var ekki til neitt af vínum á árum áður. Nema einhverjar fjórar til fimm rauðvínstegundir, tvær rósavínstegundir og eitthvað svipað af hvítvíni – og allar mismunandi vondar,“ segir Wilhelm og heldur áfram: „Og síðan fengum við veitingamenn – eftir mikla baráttu – leyfi til að flytja inn vín sjálfir, sem ekki var selt í ríkinu. Þetta var allt á eigin ábyrgð. Við þurftum að taka áhættuna af því, ef vín var skemmt eða seldist ekki. Og álagning á vínum var ekki nema fimmtíu prósent, en nú leggja menn á um 300 prósent.“ Tengdar fréttir Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Hér held ég á flösku af Chateau Moton Rothschild 1982, víninu góða sem Englar alheimsins skoluðu matnum niður með,“ segir Wilhelm Wessman, fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu og Grillsins. Vísir sagði frá eftirminnilegri sögu í gær, sem Einar Már Guðmundsson gerði góð skil í bók sinni Englum alheimsins. Sagan varð nánast ódauðleg eftir að kvikmynd byggð á bókinni kom út: Í einu atriði myndarinnar fara þrír vistmenn á Kleppi á Grillið og panta allt það dýrasta og fínasta á matseðlinum. Þegar kemur að því að borga segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Nú hefur fundist mynd af Wilhelm með vínið sem vistmennirnir drukku með matnum á Grillinu. En vínið var það dýrasta sem boðið var upp á á Grillinu. Fór á borð Wilhelms Þegar þetta gerðist í raun, lenti málið á borði Wilhelms – framkvæmdastjórans á Hóteli Sögu. Hann ákvað að greiða reikninginn fyrir vistmennina þrjá og bað lögregluna um að bíða eftir þeim í andyri hótelsins – en ekki koma inn og handtaka þá fyrir framan aðra gesti. Lögreglumennirnir keyrðu vistmennina svo á Klepp, eftir þessa dýrindis máltíð – eina þá frægustu sem sögur fara af.Flottasti árgangurinn Wilhelm segir þennan árgang af Chateau Moton Rothschild 1982 vera einstakan – og því greinilegt að vistmennirnir þrír hafi verið miklir smekksmenn. „1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld og flasakan af þessu víni kostaði 26.800 krónur þá.“ Myndin hér að ofan er tekin á níunda áratugi síðustu aldar. Þá sá Wilhelm um hótel, veitinga og ráðstefnurekstur Hótels Sögu.Frumkvöðull í innflutningi á víni Umhverfið í hótelrekstri og skemmtanabransanum var allt annað en það er í dag. Til dæmis var allur innflutningur á víni í höndum ríkisins. „Það var ekki til neitt af vínum á árum áður. Nema einhverjar fjórar til fimm rauðvínstegundir, tvær rósavínstegundir og eitthvað svipað af hvítvíni – og allar mismunandi vondar,“ segir Wilhelm og heldur áfram: „Og síðan fengum við veitingamenn – eftir mikla baráttu – leyfi til að flytja inn vín sjálfir, sem ekki var selt í ríkinu. Þetta var allt á eigin ábyrgð. Við þurftum að taka áhættuna af því, ef vín var skemmt eða seldist ekki. Og álagning á vínum var ekki nema fimmtíu prósent, en nú leggja menn á um 300 prósent.“
Tengdar fréttir Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu "Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld," segir fyrrum framkvæmdastjóri Hótels Sögu. 1. apríl 2014 11:25