Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2014 11:25 Wilhelm Wessman var framkvæmdastjóri Hótels Sögu á þessum tíma. „Þetta er allt dagsatt, ég hefði í raun getað skrifað þetta atriði,“ segir Wilhelm Wessman um eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið á Hóteli Sögu og panta sér dýran mat. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið er auðvitað byggt á bók Einars Más Guðmundssonar sem, eins og kvikmyndin, ber titilinn Englar Alheimsins. Leiksýning var einnig byggð á bókinni frægu. Wilhelm var á þessum tíma framkvæmdastjóri Hótels Sögu. Hann staðfestir að þetta atriði er byggt á sönnum atburði. Nánast frá A til Ö. „Þetta var árið 1986. Ég man mjög vel eftir þessu,“ segir hann í samtali við Vísi. Reikningur vistmannanna þriggja endaði á skrifstofu Wilhelms sem hann greiddi. Sagan rifjaðist upp fyrir honum þegar hann horfði á upptöku af leiksýningunni, sem var á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld. „Í hléinu var sýnt þekktasta atriðið úr kvikmyndinni sem gerist í Grillinu. Talað var við kvikmyndafræðing sem fullyrti að senan í Grillinu væri besta atriðið í kvikmynd í íslenskri kvikmyndasögu,“ útskýrir Wilhelm og bætir við: „Ég hafði gaman af þessu þar sem atriðið í myndinni fer í einu og öllu eftir atburðarrás kvöldsins.“ Hér að neðan má sjá atriðið - en þessi setning sem Björn Jörundur segir í því var tilnefnd sem einn af bestu frösum kvikmyndasögunnar íslenku á Eddunni í ár. Keyptu allt það dýrasta Wilhelm segir mennina þrjá hafa verið í sínu fínasta pússi þegar þeir komu á Grillið. „Í þá daga giltu strangar reglur um klæðaburð. Menn gátu ekki komið inn á Grillið í gallabuxum eða bindislausir.“ Wilhelm segir mennina hafa pantað allt það dýrasta, fínasta og flottasta sem völ var á. „Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld.“ Því greinilegt að mennirnir hafi verið með góðan smekk. Vínið kostaði sitt: „Flaskan var á 26.800 krónur þá.“ „Svo reyktu þeir kúbanska vindla frá Davidoff. Þetta voru eiginlega einu Kúbu-vindlarnir sem hægt var að fá á þessum tíma. Stykkið kostaði tólf hundruð krónur. Í þá daga var hægt að fá hádegisverð á Grillinu fyrir sömu upphæð,“ útskýrir Wilhelm. Til þess að mega selja vindlana þurfti að uppfylla ströng skilyrði. „Ég þurfti að senda alla þjónana mína á námskeið í meðhöndlun á þeim. Þegar gestir pöntuðu svona vindla þurfti að klippa þá sérstaklega og var einskonar lítileg athöfn sem endaði með því að þjónarnir kveiktu í vindlunum fyrir gestina.“Góð ráð dýr Wilhelm man enn eftir því þegar Halldór Sigdórsson, veitingastjóri á Grillinu, hafði samband. „Hann sagði mér að þarna væru þrír vistmenn á Kleppi sem væru búnir að borða dýrustu réttina, hefðu drukkið fínustu vínin og reykt flottustu vindlana. Þeir gætu ekki borgað reikninginn og lögreglan væri í lobbíinu. Hann spurði mig hvað hann ætti að gera í málinu,“ rifjar Wilhelm upp og heldur áfram: „Grillið var fullt af gestum og ég bað Halldór því að láta lögregluna bara bíða eftir mönnunum. Ég taldi augljóst að við hefðum tapað þeirri upphæð sem mennirnir höfðu borðað og drukkið fyrir. Mér fannst því mikilvægast að ónáða ekki hina gestina með einhverri uppákomu.“ Mennirnir fengu að klára máltíðina og mættu svo lögreglumönnum í andyrinu. „Síðan voru þeir bara keyrðir heim af lögreglumönnum eins og fínir herrar,“ segir Wilhelm.Þjónninn fékk ekkert „Ég sagði Halldóri að láta reikninginn inn á skrifstofu til mín. Ég bað Halldór að láta þjóninn vita að hann fengi ekki þjónustugjald fyrir. En í þá daga fengu þjónar ekki föst laun, heldur fengu þeir prósentu af hverri sölu. Þjónnin hefði átt að fá fimmtán prósent, en mér fannst hann ekki eiga að fá það, hann hefði átt að lesa betur í aðstæður.“ útskýrir Wilhelm og segir að lokum: „Það má því segja að besta sena í íslenskri kvikmynd sé fagmannlegum vinnubrögðum okkar starfsmanna í Grillinu að þakka, en ég greiddi reikninginn.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
„Þetta er allt dagsatt, ég hefði í raun getað skrifað þetta atriði,“ segir Wilhelm Wessman um eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið á Hóteli Sögu og panta sér dýran mat. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið er auðvitað byggt á bók Einars Más Guðmundssonar sem, eins og kvikmyndin, ber titilinn Englar Alheimsins. Leiksýning var einnig byggð á bókinni frægu. Wilhelm var á þessum tíma framkvæmdastjóri Hótels Sögu. Hann staðfestir að þetta atriði er byggt á sönnum atburði. Nánast frá A til Ö. „Þetta var árið 1986. Ég man mjög vel eftir þessu,“ segir hann í samtali við Vísi. Reikningur vistmannanna þriggja endaði á skrifstofu Wilhelms sem hann greiddi. Sagan rifjaðist upp fyrir honum þegar hann horfði á upptöku af leiksýningunni, sem var á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld. „Í hléinu var sýnt þekktasta atriðið úr kvikmyndinni sem gerist í Grillinu. Talað var við kvikmyndafræðing sem fullyrti að senan í Grillinu væri besta atriðið í kvikmynd í íslenskri kvikmyndasögu,“ útskýrir Wilhelm og bætir við: „Ég hafði gaman af þessu þar sem atriðið í myndinni fer í einu og öllu eftir atburðarrás kvöldsins.“ Hér að neðan má sjá atriðið - en þessi setning sem Björn Jörundur segir í því var tilnefnd sem einn af bestu frösum kvikmyndasögunnar íslenku á Eddunni í ár. Keyptu allt það dýrasta Wilhelm segir mennina þrjá hafa verið í sínu fínasta pússi þegar þeir komu á Grillið. „Í þá daga giltu strangar reglur um klæðaburð. Menn gátu ekki komið inn á Grillið í gallabuxum eða bindislausir.“ Wilhelm segir mennina hafa pantað allt það dýrasta, fínasta og flottasta sem völ var á. „Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld.“ Því greinilegt að mennirnir hafi verið með góðan smekk. Vínið kostaði sitt: „Flaskan var á 26.800 krónur þá.“ „Svo reyktu þeir kúbanska vindla frá Davidoff. Þetta voru eiginlega einu Kúbu-vindlarnir sem hægt var að fá á þessum tíma. Stykkið kostaði tólf hundruð krónur. Í þá daga var hægt að fá hádegisverð á Grillinu fyrir sömu upphæð,“ útskýrir Wilhelm. Til þess að mega selja vindlana þurfti að uppfylla ströng skilyrði. „Ég þurfti að senda alla þjónana mína á námskeið í meðhöndlun á þeim. Þegar gestir pöntuðu svona vindla þurfti að klippa þá sérstaklega og var einskonar lítileg athöfn sem endaði með því að þjónarnir kveiktu í vindlunum fyrir gestina.“Góð ráð dýr Wilhelm man enn eftir því þegar Halldór Sigdórsson, veitingastjóri á Grillinu, hafði samband. „Hann sagði mér að þarna væru þrír vistmenn á Kleppi sem væru búnir að borða dýrustu réttina, hefðu drukkið fínustu vínin og reykt flottustu vindlana. Þeir gætu ekki borgað reikninginn og lögreglan væri í lobbíinu. Hann spurði mig hvað hann ætti að gera í málinu,“ rifjar Wilhelm upp og heldur áfram: „Grillið var fullt af gestum og ég bað Halldór því að láta lögregluna bara bíða eftir mönnunum. Ég taldi augljóst að við hefðum tapað þeirri upphæð sem mennirnir höfðu borðað og drukkið fyrir. Mér fannst því mikilvægast að ónáða ekki hina gestina með einhverri uppákomu.“ Mennirnir fengu að klára máltíðina og mættu svo lögreglumönnum í andyrinu. „Síðan voru þeir bara keyrðir heim af lögreglumönnum eins og fínir herrar,“ segir Wilhelm.Þjónninn fékk ekkert „Ég sagði Halldóri að láta reikninginn inn á skrifstofu til mín. Ég bað Halldór að láta þjóninn vita að hann fengi ekki þjónustugjald fyrir. En í þá daga fengu þjónar ekki föst laun, heldur fengu þeir prósentu af hverri sölu. Þjónnin hefði átt að fá fimmtán prósent, en mér fannst hann ekki eiga að fá það, hann hefði átt að lesa betur í aðstæður.“ útskýrir Wilhelm og segir að lokum: „Það má því segja að besta sena í íslenskri kvikmynd sé fagmannlegum vinnubrögðum okkar starfsmanna í Grillinu að þakka, en ég greiddi reikninginn.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels