Greiddi reikninginn fyrir Engla alheimsins á Grillinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. apríl 2014 11:25 Wilhelm Wessman var framkvæmdastjóri Hótels Sögu á þessum tíma. „Þetta er allt dagsatt, ég hefði í raun getað skrifað þetta atriði,“ segir Wilhelm Wessman um eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið á Hóteli Sögu og panta sér dýran mat. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið er auðvitað byggt á bók Einars Más Guðmundssonar sem, eins og kvikmyndin, ber titilinn Englar Alheimsins. Leiksýning var einnig byggð á bókinni frægu. Wilhelm var á þessum tíma framkvæmdastjóri Hótels Sögu. Hann staðfestir að þetta atriði er byggt á sönnum atburði. Nánast frá A til Ö. „Þetta var árið 1986. Ég man mjög vel eftir þessu,“ segir hann í samtali við Vísi. Reikningur vistmannanna þriggja endaði á skrifstofu Wilhelms sem hann greiddi. Sagan rifjaðist upp fyrir honum þegar hann horfði á upptöku af leiksýningunni, sem var á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld. „Í hléinu var sýnt þekktasta atriðið úr kvikmyndinni sem gerist í Grillinu. Talað var við kvikmyndafræðing sem fullyrti að senan í Grillinu væri besta atriðið í kvikmynd í íslenskri kvikmyndasögu,“ útskýrir Wilhelm og bætir við: „Ég hafði gaman af þessu þar sem atriðið í myndinni fer í einu og öllu eftir atburðarrás kvöldsins.“ Hér að neðan má sjá atriðið - en þessi setning sem Björn Jörundur segir í því var tilnefnd sem einn af bestu frösum kvikmyndasögunnar íslenku á Eddunni í ár. Keyptu allt það dýrasta Wilhelm segir mennina þrjá hafa verið í sínu fínasta pússi þegar þeir komu á Grillið. „Í þá daga giltu strangar reglur um klæðaburð. Menn gátu ekki komið inn á Grillið í gallabuxum eða bindislausir.“ Wilhelm segir mennina hafa pantað allt það dýrasta, fínasta og flottasta sem völ var á. „Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld.“ Því greinilegt að mennirnir hafi verið með góðan smekk. Vínið kostaði sitt: „Flaskan var á 26.800 krónur þá.“ „Svo reyktu þeir kúbanska vindla frá Davidoff. Þetta voru eiginlega einu Kúbu-vindlarnir sem hægt var að fá á þessum tíma. Stykkið kostaði tólf hundruð krónur. Í þá daga var hægt að fá hádegisverð á Grillinu fyrir sömu upphæð,“ útskýrir Wilhelm. Til þess að mega selja vindlana þurfti að uppfylla ströng skilyrði. „Ég þurfti að senda alla þjónana mína á námskeið í meðhöndlun á þeim. Þegar gestir pöntuðu svona vindla þurfti að klippa þá sérstaklega og var einskonar lítileg athöfn sem endaði með því að þjónarnir kveiktu í vindlunum fyrir gestina.“Góð ráð dýr Wilhelm man enn eftir því þegar Halldór Sigdórsson, veitingastjóri á Grillinu, hafði samband. „Hann sagði mér að þarna væru þrír vistmenn á Kleppi sem væru búnir að borða dýrustu réttina, hefðu drukkið fínustu vínin og reykt flottustu vindlana. Þeir gætu ekki borgað reikninginn og lögreglan væri í lobbíinu. Hann spurði mig hvað hann ætti að gera í málinu,“ rifjar Wilhelm upp og heldur áfram: „Grillið var fullt af gestum og ég bað Halldór því að láta lögregluna bara bíða eftir mönnunum. Ég taldi augljóst að við hefðum tapað þeirri upphæð sem mennirnir höfðu borðað og drukkið fyrir. Mér fannst því mikilvægast að ónáða ekki hina gestina með einhverri uppákomu.“ Mennirnir fengu að klára máltíðina og mættu svo lögreglumönnum í andyrinu. „Síðan voru þeir bara keyrðir heim af lögreglumönnum eins og fínir herrar,“ segir Wilhelm.Þjónninn fékk ekkert „Ég sagði Halldóri að láta reikninginn inn á skrifstofu til mín. Ég bað Halldór að láta þjóninn vita að hann fengi ekki þjónustugjald fyrir. En í þá daga fengu þjónar ekki föst laun, heldur fengu þeir prósentu af hverri sölu. Þjónnin hefði átt að fá fimmtán prósent, en mér fannst hann ekki eiga að fá það, hann hefði átt að lesa betur í aðstæður.“ útskýrir Wilhelm og segir að lokum: „Það má því segja að besta sena í íslenskri kvikmynd sé fagmannlegum vinnubrögðum okkar starfsmanna í Grillinu að þakka, en ég greiddi reikninginn.“ Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta er allt dagsatt, ég hefði í raun getað skrifað þetta atriði,“ segir Wilhelm Wessman um eitt þekktasta atriði íslensku kvikmyndasögunnar, úr kvikmyndinni Englar Alheimsins. Í atriðinu fara þrjár af aðalpersónum sögunnar á Grillið á Hóteli Sögu og panta sér dýran mat. Þegar þjónninn kemur með reikninginn segir einn þeirra: „Við erum allir vistmenn á Kleppi, verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Atriðið er auðvitað byggt á bók Einars Más Guðmundssonar sem, eins og kvikmyndin, ber titilinn Englar Alheimsins. Leiksýning var einnig byggð á bókinni frægu. Wilhelm var á þessum tíma framkvæmdastjóri Hótels Sögu. Hann staðfestir að þetta atriði er byggt á sönnum atburði. Nánast frá A til Ö. „Þetta var árið 1986. Ég man mjög vel eftir þessu,“ segir hann í samtali við Vísi. Reikningur vistmannanna þriggja endaði á skrifstofu Wilhelms sem hann greiddi. Sagan rifjaðist upp fyrir honum þegar hann horfði á upptöku af leiksýningunni, sem var á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld. „Í hléinu var sýnt þekktasta atriðið úr kvikmyndinni sem gerist í Grillinu. Talað var við kvikmyndafræðing sem fullyrti að senan í Grillinu væri besta atriðið í kvikmynd í íslenskri kvikmyndasögu,“ útskýrir Wilhelm og bætir við: „Ég hafði gaman af þessu þar sem atriðið í myndinni fer í einu og öllu eftir atburðarrás kvöldsins.“ Hér að neðan má sjá atriðið - en þessi setning sem Björn Jörundur segir í því var tilnefnd sem einn af bestu frösum kvikmyndasögunnar íslenku á Eddunni í ár. Keyptu allt það dýrasta Wilhelm segir mennina þrjá hafa verið í sínu fínasta pússi þegar þeir komu á Grillið. „Í þá daga giltu strangar reglur um klæðaburð. Menn gátu ekki komið inn á Grillið í gallabuxum eða bindislausir.“ Wilhelm segir mennina hafa pantað allt það dýrasta, fínasta og flottasta sem völ var á. „Þeir pöntuðu flottustu réttina og drukku Chateau Monton Rothschild, árgang 1982. En 1982 árgangurinn er einn besti árgangur Bordeoux-vína á síðustu öld.“ Því greinilegt að mennirnir hafi verið með góðan smekk. Vínið kostaði sitt: „Flaskan var á 26.800 krónur þá.“ „Svo reyktu þeir kúbanska vindla frá Davidoff. Þetta voru eiginlega einu Kúbu-vindlarnir sem hægt var að fá á þessum tíma. Stykkið kostaði tólf hundruð krónur. Í þá daga var hægt að fá hádegisverð á Grillinu fyrir sömu upphæð,“ útskýrir Wilhelm. Til þess að mega selja vindlana þurfti að uppfylla ströng skilyrði. „Ég þurfti að senda alla þjónana mína á námskeið í meðhöndlun á þeim. Þegar gestir pöntuðu svona vindla þurfti að klippa þá sérstaklega og var einskonar lítileg athöfn sem endaði með því að þjónarnir kveiktu í vindlunum fyrir gestina.“Góð ráð dýr Wilhelm man enn eftir því þegar Halldór Sigdórsson, veitingastjóri á Grillinu, hafði samband. „Hann sagði mér að þarna væru þrír vistmenn á Kleppi sem væru búnir að borða dýrustu réttina, hefðu drukkið fínustu vínin og reykt flottustu vindlana. Þeir gætu ekki borgað reikninginn og lögreglan væri í lobbíinu. Hann spurði mig hvað hann ætti að gera í málinu,“ rifjar Wilhelm upp og heldur áfram: „Grillið var fullt af gestum og ég bað Halldór því að láta lögregluna bara bíða eftir mönnunum. Ég taldi augljóst að við hefðum tapað þeirri upphæð sem mennirnir höfðu borðað og drukkið fyrir. Mér fannst því mikilvægast að ónáða ekki hina gestina með einhverri uppákomu.“ Mennirnir fengu að klára máltíðina og mættu svo lögreglumönnum í andyrinu. „Síðan voru þeir bara keyrðir heim af lögreglumönnum eins og fínir herrar,“ segir Wilhelm.Þjónninn fékk ekkert „Ég sagði Halldóri að láta reikninginn inn á skrifstofu til mín. Ég bað Halldór að láta þjóninn vita að hann fengi ekki þjónustugjald fyrir. En í þá daga fengu þjónar ekki föst laun, heldur fengu þeir prósentu af hverri sölu. Þjónnin hefði átt að fá fimmtán prósent, en mér fannst hann ekki eiga að fá það, hann hefði átt að lesa betur í aðstæður.“ útskýrir Wilhelm og segir að lokum: „Það má því segja að besta sena í íslenskri kvikmynd sé fagmannlegum vinnubrögðum okkar starfsmanna í Grillinu að þakka, en ég greiddi reikninginn.“
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira