Erlent

NATO slítur öllu samstarfi við Rússa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Anders Fogh Rasmussen
Anders Fogh Rasmussen vísir/ap
Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur slitið öllu hernaðarlegu og borgaralegu samstarfi við rússnesk stjórnvöld. Var þetta ákveðið á fundi utanríkisráðherra bandalagsríkjanna í gær.

Anders Fogh Rasmussen, fráfarandi framkvæmdastjóri NATO, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær og sagði hann jafnframt að besta leiðin til að leysa þá deilu sem ríki í samskiptum Rússa og Úkraínumanna væri með pólitískum viðræðum.

Fundurinn er sá fyrsti frá atburðunum á Krímskaga og mættu utanríkisráðherrar frá öllum 28 þjóðum bandalagsins í Brussel. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×