Kennari lagður í einelti af skólastjóra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 15:23 Kennarinn er enn við störf en skólastjórinn hættur. Mynd/Oddgeir Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira