Kennari lagður í einelti af skólastjóra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 15:23 Kennarinn er enn við störf en skólastjórinn hættur. Mynd/Oddgeir Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira