"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 16:17 Snorri Óskarsson og Brekkuskóli. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07